Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2008 02:45

Hugsaði um það eitt að koma sér í burtu

Guðni Þórðarson í Tungu í Svínadal og starfsmaður Íslandsgáma komst í hann krappann um síðustu helgi þegar hann var slaka bát niður í sjó í Hvammstangahöfn. Guðni var að stýra kranabíl sem skyndilega hvolfdi með þeim afleiðingum að báturinn steyptist út í sjó og bíllinn á eftir. Síðar kom í ljós að einn kranafóturinn hafði gefið sig. “Ég var að fara með þennan bát frá Akranesi til Hvammstanga. Svo er ég rétt byrjaður að slaka bátnum niður í sjóinn þar þegar bílnum hreinlega hvolfdi á augabragði. Ég stóð uppi á honum og bíllinn bara henti mér í sjóinn. Það sem bjargaði mér var að kraninn lenti ofan á bátnum. Ég náði að forða mér meðan báturinn var að sökkva en kraninn var kominn á bólakaf í hafið 2-3 mínútum síðar, nákvæmlega þar sem ég lenti.”

Guðni segir aðspurður að sér hafi ekki brugðið svo mjög við hamaganginn. “Mér gafst varla tími til að láta mér bregða. Ég hentist bara í sjóinn og hugsaði um það eitt að koma mér í burtu áður en bíllinn kæmi ofan á mig. Til allrar lukku tókst mér að komast í land af sjálfsdáðum, synti að bryggjunni og klifraði upp stigann.”

 

Þegar hófust aðgerðir við að reyna að ná bátnum upp úr höfninni en á mánudag var hafist handa við að ná kranabílnum upp. “Við þurftum að fá krana til að hífa bílinn upp og aðstoð tveggja kafara frá Hvammstanga til að fara niður að bílnum. Það er töluvert dýpi þarna og þetta tók allan daginn. Við vorum ekki komnir aftur heim fyrr en eftir tíu tíma.”

 

Skessuhorn sló á þráðinn til Guðna á þriðjudag en þá var hann önnum kafinn við að rífa bílinn sem er gjörónýtur eftir volkið. “Við erum að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Tappa sjó af vélinni og þess háttar.” Hann segist þakklátur þeim sem komu honum til aðstoðar. “Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til fólksins á Hvammstanga sem var bæði  mjög elskulegt og hjálplegt við okkur.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is