Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2008 12:04

Þekkir tímana tvenna í atvinnurekstri:

Feðgarnir Ragnar og Ásgeir
„Á misjöfnu þrífast börnin best“ er gamalt máltæki sem oft er vitnað til og á ekki síður við nú en oft áður. Það verður ekki annað sagt en að Ragnar Haraldsson vöruflutningabílstjóri hjá flutningafyrirtækinu Ragnar & Ásgeir í Grundarfirði, þekki það hvernig er að takast á við hlutina, bæði í kreppu og góðæri. „Ég hef svo sem kynnst kreppunni áður og veit vel hvernig hún er,“ sagði Ragnar þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn og átti spjall við hann í Grundarfirði á dögunum. Ragnar lenti einmitt í efnahagsþrengingunum á síðari hluta sjöunda áratugarins í kjölfar hruns síldarstofnsins. Þá var hann að reyna að koma undir sig fótunum á höfuðborgarsvæðinu með vélaútgerð og verktakastarfsemi. Það tókst ekki og Ragnar skipti um kúrs og fór í útgerð. Sú tilraun misheppnaðist líka og það var ekki fyrr en Ragnar snéri sér að vöruflutningum, með kaupum á gömlum fimm tonna Bedfordbíl í Grundarfirði, sem hlutirnir fóru að ganga þokkalega.

Vöruflutningaútgerðinni hjá honum hefur síðan vaxið verulega fiskur um hrygg. Í dag starfa um 30 manns hjá Ragnari & Ásgeiri og stóru bílarnir eru 16 talsins á mörgum hásingum.

 

 Sjá viðal við Ragnar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is