28. nóvember. 2008 10:15
Síðasti þáttur undankeppni spurningaþáttarins Útsvars verður í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar takast á lið Snæfellsbæjar og Skagafjarðar. Fyrir Snæfellsbæ keppa þau Guðrún Fríða Pálsdóttir, Ari Bjarnason og Stefán Máni Sigþórsson. Þeir Ari og Stefán Máni eru nýir í liðinu en Guðrún Fríða keppti í fyrra.
Þátturinn Útsvar hefst klukkan 20:15 og er sem fyrr í umsjón þeirra Þóru Arnórsdóttur og Sigmars Guðmundssonar.