27. nóvember. 2008 03:59
Á Vesturlandi eru nú hálkublettir, éljagangur og skafrenningur. Stórhríð er á Fróðarheiði og óveður er í Staðarsveit og þá er óveður á Kjalarnesi og miklar vindhviður þar. Í Öðrum landshlutum má nefna að á Suðurlandi er greiðfært á flestum aðalleiðum en hálkublettir eru víða í uppsveitum. Óveður er undir Ingólfsfjalli og eru miklar vindhviður þar. Á sunnanverðurm Vestfjörðum er ófært og stórhríð á Klettshálsi. Hálkublettir og stórhríð er á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi annars hálkublettir og snjóþekja. Hálka er á Hálfdán. Á norðanverðum Vestfjörðum er hálka, hálkublettir, snjóþekja og éljagangur. Hálkublettir og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlendi vestra er hálka og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er í Skagafirðinum. Þæfingur og stórhríð er á Öxnadalsheiði.
Á Norðurlandi eystra er ófært og óveður á Hólasandi. Þungfært og stórhríð er á Mývatnsheiði og í Dalsmynni. Snjóþekja og stórhríð er á Fljótsheiði. Ófært er frá Raufarhöfn í Hálsa. Óveður er frá Þórshöfn í Vopnafjörð. Þæfingsfærð og stórhríð er frá Reykjahlíð í Mývatnssveit í Jökuldal og á Vopnafjarðarheiði.
Á Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði. Þæfingsfærð og stórhríð í Fagradal og þungfært og óveður á Oddskarði og búist er við að það teppist fljótlega. Þungfært og óveður er á Öxi. Hálkublettir og snjóþekja á öðrum leiðum.
Suðaustanlands eru hálka, hálkublettir og snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Óveður er við Kvísker.