Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2008 09:10

Grundfirðingar með feikna karakter í blakinu

Grundfirðingar unnu sinn fyrsta leik í 2. deildinni austur í blakinu í fyrrakvöld í æsispennandi viðureign þegar lið Aftureldingar kom í heimsókn. Það má segja að liðsmenn ungmennafélags Grundarfjarðar hafi farið „Fjallabaksleiðina“ í þessum fyrsta sigri sínum sem var enn sætari fyrir vikið.  Gestirnir úr Mosfellingar náðu sér vel á strik strax í fyrstu lotu og unnu hana sannfærandi 25:19. Í annar lotu komust Grundfirðingar betur í leikinn en töpuðu henni samt eftir hörkubaráttu 24:26. Þrátt fyrir að vera komnir 0:2 undir gáfust heimamenn ekki upp og með frábærri baráttu og aðstoð áhorfenda, sem studdu vel við sitt lið með gríðarlegri stemningu, unnu þeir þriðju lotuna 34:32, eftir margfalda framlengingu.  Ótrúlegar tölur, enda var lotan 32 mínútur og reyndi töluvert á leikmenn.

 

 

Þegar hér var komið var stemningin í húsinu með ólíkindum og setti það gestina alveg út af laginu. Fjórðu lotu unnu heimamenn nokkuð sannfærandi 25:21. Í oddalotunni  náðu Grundfirðingar að halda stemningunni áfram og unnu hana örugglega 15:8. Leikurinn stóð í fulla tvo tíma í frábærri stemningu í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Hann var mikil skemmtun fyrir áhorfendur sem fengu vel fyrir aðgangseyrinn, segir heimildamaður Skessuhorns í Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is