Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2008 06:55

Uppsagnir í Borgarnesi eru reiðarslag fyrir samfélagið

Athafnasvæði Loftorku í Borgarnesi. Ljósm. TÞ
Fjöldauppsögn starfsmanna varð í Loftorku Borgarnesi ehf. í dag þegar 66 af 120 starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um uppsögn starfa miðað við næstu mánaðamót. Auk þess var 4 af 37 starfsmönnum Borgarverks ehf. sagt upp störfum nú síðdegis.

Í Loftorku jafngildir þetta því að starfmönnum fækkar um 55% þegar uppsagnirnar taka gildi. Flestir þeirra sem fengu uppsagnarbréf nú hafa þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest, en sá tími ræðst af starfs- og lífaldri viðkomandi og sýnir að margir þeirra hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu. “Verkefni fyrirtækisins hafa dregist mikið saman á þessu ári og sérstaklega á síðustu vikum og er þetta því miður óhjákvæmileg aðgerð af okkar hálfu. Við munum áfram leitast eftir verkefnum til að hafa störf fyrir þann reynda og góða hóp starfsmanna sem áfram verður hjá okkur í fyrirtækinu. Vonandi getum við dregið eitthvað af þessum uppsögnum til baka ef við fáum verkefni á næstu vikum og mánuðum,” sagði Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann að þeir sem sagt hafi verið upp störfum komi úr öllum deildum fyrirtækisins.

Þreföldun á atvinnuleysi

 

“Við áttum fund með framkvæmdastjórum Loftorku og Borgarverks fyrr í vikunni og gerðum okkur grein fyrir að ástandið væri alvarlegt í þessum fyrirtækjum. Engu að síður er það reiðarslag fyrir samfélagið þegar hópuppsögn af þessari stærðargráðu eins og í Loftorku á sér stað. Lauslega reiknað þýðir þetta að atvinnuleysi í Borgarbyggð fer í einu vetfangi úr 2% í 6% eða um þreföldun í tölu þeirra sem verða án vinnu ef uppsagnirnar ganga eftir,” segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir að fyrir hafi legið að byggingariðnaðurinn væri í þrengingum og vikulega að undanförnu hefði uppsagnir verksamninga átt sér stað. Hann kvaðst engu að síður vonast til að verkefnastaða Loftorku myndi styrkjast áður en uppsagnir þessa fjölda starfsmanna myndu taka gildi.

“Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem missa fyrirvinnu sína. Hugur okkar er hjá því fólki en við verðum að vona að úr rætist sem fyrst í efnahagsþrengingum þjóðarinnar,” segir Páll S Brynjarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is