Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2008 06:02

Ríkharður Jónsson er heiðursborgari Akraness

Við hátíðlega athöfn í Akraneskirkju síðdegis í dag var Ríkharður Jónsson, fótboltakappi, málari og Skagamaður gerður að heiðursborgara Akraneskaupstaðar. Viðstödd athöfnina voru m.a. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, forsetafrú, forseti Alþingis, alþingismenn, bæjarfulltrúar, fjölskylda Ríkharðs og félagar úr knattspyrnunni á Akranesi. Ríkharður er sjöundi einstaklingurinn sem sæmdur er heiðursborgaratign á Akranesi frá upphafi og eini núlifandi heiðursborgari bæjarfélagsins. Að lokinni athöfn í kirkjunni bauð Akraneskaupstaður gestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu Vinaminni.

Mikilvægt ímynd Akraness

Heiðursborgarinn og frú, börn þeirra, forsetahjónin og forseti bæjarstjórnar
Við athöfnina flutti Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir ávarp og fór með bæn og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söng við undirleik Sveins Arnar Sæmundssonar. Að því búnu bauð Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar gesti velkomna og greindi frá því að á bæjarstjórnarfundi á Akranesi 9. nóvember sl. hafi verið samþykkt að tilnefna Ríkharð sem heiðursborgara. Rakti hann þátt knattspyrnunnar í uppbyggingu jákvæðrar ímyndar Akraness í gegnum tíðina, þátt gullaldarliðsins í því og fyrirliðans og hetjunnar Ríkharðs Jónssonar. Rakti Gunnar æviferil Ríkharðs og afhenti loks honum og eiginkonu hans, Hallberu G Leósdóttur viðurkenningarskjal og grip til varðveislu með kveðju frá Skagamönnum.

 

Gísli S Einarsson bæjarstóri stýrði athöfn í Vinaminni að samkomunni í Akraneskirkju lokinni. Þar ávarpaði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands gesti og óskaði Ríkharði og Hallberu til hamingju. Sagði hann Ríkharð verðugan fulltrúa til að hljóta sæmdarheitið heiðursborgari og færði honum þakkir þjóðarinnar fyrir hans skerf til íþróttamála og marga jákvæða hluti í áranna rás. Sagði hann ekki síst ánægjulegt að verða vitni að þessari nafnbót í ljósi þess hversu jákvæður og góður maður ætti í hlut. Auk forsetans kváðu sér hljóðs þeir Ragnar Leósson, Helgi Daníelsson, Sturlaugur Sturlaugsson, Gísli Gíslason og heiðursborgarinn sjálfur.

 

Leyfið æskunna að njóta sín

Ríkharður minntist þess tíma þegar svokallað gullaldarlið var að verða til á Akranesi. “Liðið hafði orðið Íslandsmeistari 2. flokks árið 1946. Fimm árum síðar, eða árið 1951, hafði ég verið svo heppinn að komast til Þýskalands um þriggja mánaða skeið til að læra fótbolta. Þegar til baka kom var ég kannski ákveðinn puntkur yfir i-ið þegar ég bættist í þann kjarna stráka sem vann annarsflokks titilinn fimm árum áður. Það var þá eins og hafi opnast nýr heimur í fótboltanum á Akranesi. Við þekktum vel hvorn annan á þessum tíma og allt fór að ganga svo miklu betur,” sagði Ríkharður. Hann minntist þess að úr framlínunni árið 1946 væri hann nú einn eftir á lífi. “Skagamenn hafa misst marga góða spilara á besta aldri. Ég deili þessari viðurkenningu með samferðamönnum mínum frá þessum tíma og knattspyrnumönnum síðar. Ég hefði aldrei getað náð þessum árangri einn,” sagði Ríkharður.

 

Sjálfur kvaðst hann hafa verið svolítill egóisti í boltanum á sínum tíma. “Ég var ekkert endilega að gefa boltann. Hverjir eru það annars sem ganga kaupum og sölum í dag í knattspyrnunni,” spurði hann, “eru það ekki einmitt svona egóistar eins og ég var?” Þá gaf hann þjálfurum og uppalendum ráð: “Ekki byrja að kenna fótbolta fyrr en eftir fermingu. Leyfið drengjunum og stúlkunum að finna sig í boltanum og þroskast áður en þau eru steypt í mót reglna og stjórnræðis. Það er svo mikilvægt að berja ekki niður í æsku frumkvæðið í þessu eins og svo mörgu öðru,” sagði Ríkharður Jónsson.

Að lokum þakkaði hann Hallberu eiginkonu sinni fyrir sig og sagði að án hennar hefði hann aldrei getað neitt eða náð langt.

 

Nánar í Skessuhorni næstkomandi miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is