Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2008 06:38

Víðtæk leit að rjúpnaskyttu á Suðurlandi

Björgunarsveitir af sunnan- og vestanverðu landinu taka enn þátt í víðtækri leit að rjúpnaskyttu sem leitað hefur verið að í allan dag og síðan í gær við Skáldabúðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu verður leitað til kl. 21 í kvöld. Nú er myrkur skollið á og að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá Landsbjörgu eiga nokkrir leitarhópar eftir að ljúka leit á sínum svæðum. Telur hann að þeim verkefnum muni ljúka á níunda tímanum í kvöld. Um 150 björgunarsveitarmenn hafa leitað að skyttunni í dag þar á meðal félagar úr Landsbjörgu á Vesturlandi. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að verði maðurinn ekki fundinn fyrir þann tíma verði leit haldið áfram í fyrramálið. Leitarsvæðið nær yfir um 80 ferkílómetra og er erfitt yfirferðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar og leitarhundar hafa aðstoðað við leitina. Engar vísbendingar hafa borist um það hvar maðurinn geti verið niður kominn. Hann hafi ekki verið með farsíma á sér og því ekkert heyrst til hans.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is