Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. desember. 2008 07:35

Skipaskagi er Hrossaræktarbú Vesturlands 2008

Jón og Sigurveig
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn á Hótel Borgarnesi sl. sunnudag. Þar voru kynnt hvaða kynbótahross standa hæst í landshlutanum og hrossaræktarbú Vesturlands 2008 var að vanda verðlaunað. Að þessu sinni kom sú viðurkenning í hlut Skipaskaga, en það er bú hjónanna Jóns Árnasonar og Sigurveigar Stefánsdóttur.  Á bak við valið á búinu eru fimm hryssur úr Skipaskagabúinu sem allar náðu yfir 8,0 í aðaleinkunn á árinu. Meðaldómur á þeim var 8,19 og meðalaldur 5,4 ár sem er afar góð frammistaða á svo ungum hrossum og á búinu í heild. Þetta eru hryssurnar Tilvera, Bylgja, Gáta, Sylgja og Rós.  Þá fór þriggja vetra folinn Grandi í byggingardóm síðastliðið vor og fékk hann 8,57 einkunn, eins og fram hefur komið í Skessuhorni.

Hæst dæmdu kynbótahrossin á Vesturlandi:

 

4 vetra hryssa: Sónata frá Stóra Ási í Borgarfirði. Faðir: Stígandi f. Leysingjastöðum II, móðir Nóta f. Stóra Ási, einkunn 8.17. Ræktandi og eigandi: Lára Gísladóttir Stóra Ásiþ

4 vetra hestur: Bruni frá Skjólbrekku. Faðir Kveikur f. Miðsitju, móðir Dagrún f. Skjólbrekku, einkunn 8,16. Ræktandi og eigandi: Sigursteinn Sigursteinsson, Skjólbrekku.

5 vetra hryssa: Ímynd frá Steinsholti. Faðir: Hugi f. Hafsteinsstöðum, móðir: Íris f. Vestri- Leirárgörðum, einkunn 8,28.Ræktandi og eigandi: Sigurður Guðni Sigurðsson, Akranesi.

5 vetra hestur: Arður frá Lundum II. Faðir Skorri f. Gunnarsholti, móðir Auðna f. Höfða, einkunn 8,34. Ræktandi: Sigbjörn Björnsson Lundum II. Eigendur Sigbjörn Björnsson og Ardur HB, Svíþjóð.

6 vetra hryssa: Snilld frá Hellnafelli. Faðir Dynur f. Hvammi, móðir Sóley f. Þorkelshóli, einkunn 8,28. Eigandi: Kolbrún Grétarsdóttir, Grundarfirði.

6 vetra hestur: Auður frá Lundum II, faðir Gauta frá Reykjavík, móðir Auðna f. Höfða, einkunn 8,46. Ræktandi og eigandi: Sigbjörn Björnsson, Lundum II.

7 vetra hryssa: Líf frá Syðstu Fossum. Faðir: Oddur f. Selfossi, móðir Víóletta f. Syðstu-Fossum, einkunn 8,47. Ræktandi og eigandi: Unnsteinn S. Snorrason, Syðstu-Fossum.

7 vetra hestar: Bjarmi frá Lundum II, faðir: Kolfinnur f. Kjarnholtum, móðir Sóley frá Lundum, einkunn 8,43. Ræktandi og eigandi: Ragna Sigurðardóttir Lundum II.

 

Mikið stóðhestaval næsta sumar

 

Á haustfundinum kom fram að eftirtaldir stóðhestar verða boðnir til notkunar sumarið 2009 hjá HrossVest. Tekið verður við pöntunum á heimasíðu HrossVest í janúar:

 

Dynur frá Hvammi, F: Orri f. Þúfu, M: Löpp frá Hvammi. 

 

Hrymur frá Hofi F: Skorri f. Blönduósi, M.  Hlökk f. Hólum.

 

Forseti frá Vorsabæ, F. Hrafn f. Holtsmúla, M: Litla-Jörp f. Vorsabæ.

 

Kraftur frá Efri Þverá.  F. Kolfinnur f. Kjarnholtum, M:  Drótt f. Kópavogi.

 

Blær frá Hesti, F. Gustur f. Hóli, M: Blíð f. Hesti.

 

Kjarni frá Þjóðólfshaga. F: Andvari f. Ey,  M: Kringla f. Kringlumýri.

 

Möller frá Blesastöðum 1a, F: Falur f. Blesastöðum 1a, M: Perla f. Haga

 

Þytur frá Skáney, F. Gustur f. Hóli, M. Þóra f. Skáney.

 

Að lokum er rétt að minna á hina árlegu folaldasýningu HrossVest sem fram fer í Söðulsholti á Snæfellsnesi næstkomandi sunnudag og hefst klukkan 13. Nánar var greint frá sýningunni í Skessuhorni í síðustu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is