Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2008 09:16

Taka jákvætt í Green Globe vottun fyrir Borgarbyggð

Vaxtarsamningur Vesturlands hefur skrifað fimm sveitarfélögum á Vesturlandi bréf þar sem kannaður er vilji til þátttöku í umsókn um Green Globe sem er alþjóðlegur staðall um umhverfisvernd. Eitt af áhersluatriðum þegar farið var í gerð Vaxtarsamnings fyrir Vesturland var að stuðla að þátttöku allra sveitarfélaga á starfssvæðinu um Green Globe og þannig farið að fordæmi sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem eru frumkvöðlar á þessu sviði hér á landi. Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var jákvætt tekið í erindi Vaxtarsamningsins og ákveðið að óska eftir viðræðum við nágrannasveitarfélög um málið. Þá er málið einnig komið á dagskrá annarra sveitarfélaga.

“Við viljum heyra hvað önnur sveitarfélög hafa um þetta að segja. Það er ljóst að ferðaþjónustuaðilar leggja áherslu á að öll sveitarfélög fái umhverfisvottun Green Globe enda hefur reynsla Snæfellinga verið jákvæð og almenn vakning orðið um umhverfisvernd þar meðal íbúa, ferðaþjónustuaðila og annarra fyrirtækja,” segir Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

 

Torfi Jóhannesson starfsmaður Vaxtarsamnings segir að ferli umhverfisvottunar Green Globe taki allt upp í 2-4 ár. Því sé mikilvægt að hrinda þeirri vinnu af stað ef menn ætla að óska vottunar yfirleitt. “Þetta getur verið mjög jákvæð leið til að mæta yfirvofandi efnahagssamdrætti. Vottun af þessu tagi eflir ferðaþjónustu og styrkir útflutningsatvinnuvegi. Það er reynsla Snæfellinga og engin ástæða til að ætla annað en vottun hefði svipuð áhrif annars staðar á Vesturlandi,” segir Torfi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is