Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2008 09:10

Nemendur MB heimsóttu forsetann

Nemendur í Félagsfræði 304 í Menntaskóla Borgarfjarðar, sem fjallar um stjórnmálafræði, heimsótti tvær af stofnunum lýðveldisins síðastliðinn fimmtudag. Fyrst var Alþingi heimsótt og rætt við Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar. Hann skýrði nemendum m.a. frá því að það sem kom honum hvað mest á óvart við þingmennsku var öflug hagsmunagæsla í nefndarstörfum. Einnig var setið um stund á þingpöllum og hlýtt á ræður þingmannanna Ögmundar Jónassonar, Sigurðar Kára Kristjánssonar og Árna Páls Árnasonar um rannsókn á hruni bankanna. Loks tók forseti lýðveldisins, hr. Ólafur Ragnar Grímsson höfðinglega á móti hópnum að Bessastöðum.

Forsetinn fræddi hópinn um bakgrunn sinn, sögu húsanna og fjallaði ítarlega um þróun forsetaembættisins á lýðveldistíma. Þá leiddi forsetinn nemendur í allan sannleika um að Íslendingar byggju yfir mörgu því sem aðrar þjóðir sæktust eftir og því ættu landsmenn að geta náð sér upp úr kreppunni fljótt og örugglega. Heimsóknin var afar vel heppnuð og væntanlega munu ferðir sem þessar verða endurteknar reglulega í Menntaskóla Borgarfjarðar að sögn Ívars Arnar Reynissonar kennara hópsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is