Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2008 03:06

Áform um mannaflsfrekar framkvæmdir í Dalabyggð

Drög að fjárhagsáætlun voru lögð fyrir byggðarráð Dalabyggðar í gær. Þau gera ráð fyrir að sveitarfélagið bregðist við ástandinu í efnahagslífinu með mannfrekum viðhaldsverkefnum. Það verði m.a. gert með því að Dalabyggð taki þátt í stofnun leigufélags í byggðarlaginu sem hafi það að markmiði að efla byggð og fjölga valkostum fyrir búsetu í sveitarfélaginu. Í fjárhagsáætluninni, sem tekin verður til fyrri umræðu í sveitarstjórn næstkomandi þriðjudag, er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarsjóður verði eftir sem áður rekinn með hagsýni að leiðarljósi, en ljóst er um hallarekstur verður að ræða næstu misserin.

„Það er hlutverk hins opinbera að taka á sig auknar byrðar þegar illa árar og þannig verður það í Dalabyggð,“ segir m.a. í skýrslu Gríms Atlasonar sveitarstjóra með drögum að fjárhagsáætluninni. Meðal þeirra forsenda sem lagðar eru til grundallar og kynntar voru á bæjarráðsfundinum í gær er gert ráð fyrir sömu útsvarstekjum milli ára og útsvarsprósentan verði áfram 13,03%. Tekjur frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga muni dragast saman um 13% auk þess sem ekki er gert ráð fyrir aukaframlagi en það er áætlað 22 milljónir króna fyrir það ár sem er að líða. Samtals þýðir þetta tekjusamdrátt um 49 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár hækki á næsta ári, þar af leikskólagjöld um 10%, en eftir á að taka ákvörðun um hvort áfram verði gjaldfrjálst fyrir elstu börnin. Niðurgreiðsla húsnæðis starfsmanna verði lögð af frá og með 1. júní nk., það er að núverandi samningar verði látnir renna út og ekki framlengdir. Eftir á að fastmóta í áætluninni liði eins og launahækkanir á næsta ári og hækkun á vörukaupum vegna verðbólgu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is