Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2008 02:07

Meira leitað til mæðrastyrksnefndar á Vesturlandi

Aníta Gunnarsdóttir
„Það er hart í ári og meira leitað til okkar núna en á síðasta ári. Við erum fyrir nokkru farnar að skrá niður fólk sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin. Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar vísar fólki til okkar sem þarf á aðstoð á halda og það er greinilegt að hafi einhvern tíma verið þörf fyrir mæðrastyrksnefndina þá er það núna,“ segir Aníta Gunnarsdóttir hjá mæðrastyrksnefnd. Nefndin þjónar einnig fólki um allt Vesturland. Hún fær gefinn mikinn hluta matvælanna sem úthlutað verður, meðal annars fisk frá HB Granda og lax frá Norðanfiski. Hangikjöt og svínakjöt hefur nefndin keypt fyrir peningastyrk frá bönkum og fyrirtækjum á Akranesi og á Grundartanga. Mæðrastyrksnefnd verður eins og áður til húsa hjá Skagaleikflokknum að Vesturgötu 119 á Akranesi, sem enn eitt árið er svo vinsamlegur að lána sína aðstöðu.

Þeim sem vilja fá stuðning mæðrastyrksnefndar er bent á að æskilegt er að hafa samband við nefndina helst fyrir þriðjudaginn 9. desember í síma  868 3547. Með Anítu í nefndinni er Ester Magnúsdóttir og með nefndinni starfar Anna Lára Steindal og Akranesdeild Rauða krossins.

 

 

Þetta er sjötta árið hjá mæðrastyrksnefndinni á Akranesi og hefur Aníta starfað með henni frá upphafi, meira að segja á síðasta ári þegar hún var nýbúin að eignast þríbura. „Það er svo gefandi að vera í þessu. Fólk er svo innilega þakklátt að maður fær þetta allt saman til baka. Sérstaklega er það þegar við förum með sendingar heim til fólks að maður fær þvílíku faðmlögin,“ segir Aníta þegar hún var nýbúin að taka á móti öli frá Ölgerðinni sem styrkir mæðrastyrksnefndina eins og áður, eins og reyndar Vífilfell og mörg önnur fyrirtæki í borginni og á landsbyggðinni.

 

Aníta segir að aðalvandamálið hjá nefndinni á Akranesi núna sé aðstaða til að geyma frosin matvæli. Þeim hafi á síðustu dögum áskotnast ein frystikista en það var gott að fá aðra ef hún væri á lausu, fyrir lítinn pening eða gefins.  Forsvarsmenn Vignis Jónssonar hrognavinnslunnar á Akranesi hafa verið svo vinsamlegir að lána frystipláss, en nú getur fyrirtækið ekki lánað sínar geymslur lengur vegna reglna um að ekki megi geyma saman kjúklinga og fisk, en kjúklingar er einmitt meginuppistaðan í því kjötmeti sem mæðrastyrksnefnd fær til úthlutunar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is