Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. desember. 2008 03:31

Síldveiðunum stjórnað frá degi til dags

Sýktu síldinni er nú landað á Akranesi til bræðslu
“Það er ekki hægt að gera neinar langtímaáætlanir heldur er veiðunum stjórnað frá degi til dags. Útbreiðsla sýkingarinnar í síldinni virðist vera mikil og þannig fréttist t.d. af sýktri síld á Steingrímsfirði í gærmorgun,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda á vef fyrirtækisins. Þar segir að óhætt sé að fullyrða að sníkjudýrið Iktíófónus, sem veldur sýkingu í íslensku sumargotssíldinni, hafi svo sannarlega sett síldveiðar landsmanna í uppnám nú þegar búið er að veiða um tvo þriðju heildarkvótans á vertíðinni. Að sögn Vilhjálms fékk Ingunn AK um 1.600 tonn af síld á Breiðafirði í gær og er verið að landa þeim afla til bræðslu á Akranesi. Faxi RE og Lundey NS eru nú á miðunum.

 

 

 

 

,,Það er erfitt að meta stöðuna og vísindamenn virðast ekki eiga auðveldara með það en aðrir. Spurningar, sem vakna, eru m.a. þær hvaða áhrif hefur það til framtíðar ef 40% af síldinni í Breiðafirði eru sýkt og síldin drepst þar eins og talið er hugsanlegt. Í fyrra mældi Hafrannsóknarstofnun 770 þúsund tonn af síld inni í Breiðafirði. Sé um svipað magn að ræða nú gætu því um 300 þúsund tonn af sýktri síld botnfallið þar. Áhrif þess á lífríkið geta varla verið jákvæð því talið er að sýkillinn muni lifa áfram,“ segir Vilhjálmur.

 

Talið er að síldin sýkist í gegnum æti, þ.e.a.s. að krabbadýr sem hún étur, geymi sýkilinn. Óvíst er hvort smit berist með öðrum leiðum en þó er talið að mikill þéttleiki ýti undir hraða útbreiðslunnar. Fram hefur komið að í fyrri staðfestum dæmum um sýkingu af völdum sama sníkjudýrs erlendis að þar hafa faraldrarnir jafnan staðið í um tvö ár í senn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is