Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. desember. 2008 04:54

Strætó hefur ferðir í Borgarnes og á Selfoss

Byggðaráð Borgarbyggðar og bæjarráð Akraness hafa fyrir sitt leyti samþykkt samningsdrög við Strætó bs. um nýtt fyrirkomulag almenningssamgangna milli þéttbýlisstaðanna Borgarness, Akraness og höfuðborgarinnar. Þá er gert ráð fyrir að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfesti samningsdrögin í næstu viku fyrir sitt leyti. Jafnframt hefur Strætó bs. samþykkt að frá næstu áramótum verði hafnar ferðir á Selfoss og Borgarnes og að tekið verður upp nýtt fyrirkomulag gjaldskrár sem byggir á svokallaðri sónarskiptingu eins og víða tíðkast erlendis. Það þýðir að gjaldskrá Strætó verður skipt upp í fjóra flokka eftir fjarlægð frá höfuðborginni. Í gjaldflokki eitt er sjálft höfuðborgarsvæðið. Borgarnes og Árborg munu lenda í gjaldflokkum fjögur en Akranes lenda með t.d. Hveragerði í gjaldflokki þrjú.

Síðan getur hvert og eitt sveitarfélag ákveðið að niðurgreiða gjaldskrárflokkana fyrir sína íbúa kjósi þau svo. Gert er ráð fyrir undirskrift samnings á þessum nótum milli Strætó bs. og sveitarfélaganna mánudaginn 15. desember og að ferðir strætó hefjist föstudaginn 2. janúar nk.

 

Samkvæmt samningsdrögunum er gert ráð fyrir að allt að átta strætóferðir verði á dag til og frá Borgarnesi en færri ferðir um helgar. Svipaður ferðafjöldi og verið hefur verður áfram milli Akraness og Reykjavíkur. Miðað við þann samning sem verið hefur í gildi milli Akraneskaupstaðar og Strætó bs. munu ferðir milli Akraness og Reykjavíkur hækka í verði. Bæði kemur til að samningur um þessar ferðir var afar hagstæðar fyrir íbúa Akraness fram til þessa en þá lendir Akranes á svæði þrjú samkvæmt nýja leiðafyrirkomulagi Strætó bs. sökum fjarlægðarinnar frá Reykjavík. Gjald fyrir staka, afsláttarlausa ferð á svæði eitt, þ.e. höfuðborgarsvæðinu kostar 280 krónur. Síðan er gjald á sonar 2 á tvöföldu verði og svo framvegis. Þannig mun stök, afsláttarlaus ferð á Akranes kosta 840 krónur og í Borgarnes 1120 krónur. Unglingar, eldri borgarar og skólafólk eiga síðan kost á því að ferðast á lægra verði skv. afsláttarskilmálum. Kostnaður af samningnum fyrir sveitarfélögin liggur ekki nákvæmlega fyrir fyrr en eftir undirskrift samnings þann 15. desember nk.

 

“Það er ljóst að Akraneskaupstaður tekur á sig aukinn kostnað með þessum nýja samningi og það verður reynt að koma til móts við skólafólk,” segir Gísli S Einarsson bæjarstjóri á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Hann segir að mikil áhersla verði lögð á að leiðakerfið verði heilsteypt og að tímatafla gangi upp. Það verða framvegis fjórar stoppistöðvar á Akranesi í stað sjö í dag. Þegar vagnarnir fara hér í gegn munu þeir stoppa við fjóra staði, það er við Olís Esjubraut, Shell við Skagatorg, við Jaðarsbakka og við Leyni. “Þá fagna ég því sérstaklega að samgöngur milli Borgarness og Akraness munu stórbatna á ný með þessum nýja samningi. Það mun örugglega efla gagnkvæma þjónustu milli þessara staða, gagnast ferðamönnum vel og hafa ýmsa kosti í för með sér,” sagði Gísli S Einarsson.

 

Páll S Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar fagnar einnig því að samningar eru að nást um almenningssamgöngur og segir þetta stórbæta möguleika Borgfirðinga til atvinnu- og skólasóknar og bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu til muna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is