Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2008 03:24

Skagamenn reiðir vegna strætófargjalda

Verkalýðsfélag Akraness krefst þess í nýrri frétt á heimasíðu sinni að hækkun á strætófargjöldum til farþega á Akranesi verði endurskoðuð og dregin til baka að stórum hluta. Í fréttinni segir að forsendan sé sú að verið sé að kippa grundvellinum undan fólki sem stundar nám og atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Boðað hefur verið til fundar meðal strætófarþega í Skrúðgarðinum á morgun klukkan 15 og óskað eftir því að bæjarfulltrúar mæti til að skýra hækkunina.

Líkt og fram hefur komið í Skessuhorni mun stakt fargjald frá Akranesi til Reykjavíkur að líkindum hækka úr 280 í 840 krónur með nýjum samningi sveitarfélagins við Strætó bs. sem rætt hefur verið um að undirrita í næstu viku. Um 200% hækkun er að ræða. Hún er tilkomin vegna þess að fyrri samningur Akraneskaupstaðar við Strætó bs. var hagstæður tilraunasamningur auk þess sem nýtt svokallað sónarkerfi verður nú tekið upp með þeim afleiðingum að Akranes lendir í nýjum gjaldflokki eða í sónar 3.

 

“Okkur gefst ekki kostur á því að fá þetta hagkvæma samkomulag endurnýjað. Hugmyndin hefur hins vegar verið sú að afsláttarkortin yrðu niðurgreidd þannig að verðið á þeim tvöfaldist í stað þess að þrefaldast,” segir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari Akraneskaupstaðar. “Hagkvæmasta kortið, sem gildir í 9 mánuði, myndi kosta 61 þúsund krónur. Það eru 162 krónur á ferð miðað við að fólk fari tvisvar á dag, fimm daga vikunnar. Satt best að segja tel ég það ekki mjög dýrt. Einhver þarf að borga þennan brúsa og ef þeir sem nota þetta gera það ekki kemur til kasta bæjaryfirvalda sem kjósa að niðurgreiða með þessum hætti. Hins vegar hefur málið ekki verið afgreitt og ég get því ekki sagt til um það fyrirfram hvernig þetta endar.”

 

Jón Pálmi segir að Akraneskaupstaður leggi til sömu krónutölu og áður eða 3,2 milljónir króna á mánuði. “Það er allverulega mikil niðurgreiðsla á þjónustu sem ekki er lögbundin. En ég skil þetta sjónarmið og það er alltaf óþægilegt og vont að þurfa að hækka gjöld til notenda. Veruleikinn er hins vegar blákaldur í þessum málum.” Þegar Jón Pálmi er inntur eftir því hvort ekki komi til greina að niðurgreiða fargjöldin frekar segir hann að þetta sé uppleggið sem hafi verið rætt til þessa.

 

Jón Pálmi segir að vissulega hafi margir lýst yfir óánægju sinni vegna málsins. Þó hafi gætt misskilnings, meðal annars hvað varðar fjölda stoppistöðva enda var haft eftir Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra í Skessuhorni að þeim yrði fækkað úr sjö í fjórar. “Hugmyndin er að þær verði sex í stað sjö áður til að tímatafla standist. Stöðin við Skrúðgarðinn dettur út auk þeirrar við umferðarljósin á Kirkjubraut. Ný stöð kemur inn við Olís nesti en aðrar verða þær sömu og áður," segir Jón Pálmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is