Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2008 08:15

Fræðslu- og uppeldismálin mikil umfangs í Hvalfjarðarsveit

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sl. þriðjudag var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár til fyrri umræðu. Áætlunin, sem lögð var fram við hvað erfiðustu aðstæður sem um getur í íslensku efnahagslífi til margra ára, var samþykkt samhljóða. Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir ljóst að vegna óvissuþátta sem ekki sé hægt að sjá fyrir verði að endurskoða fjárhagsáætlunina strax á fyrri hluta ársins. Nánast allar forsendur fyrir áætluninni eru ófyrirséðar, en hún byggir á upplýsingum frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna og þeim gögnum sem þar voru lögð fram.  Jafnframt er horft til spár Seðlabanka Íslands. Fjárhagsáætlunin byggir á spá um a.m.k. 10% samdrætti í útsvarstekjum, 15% skerðingu á framlögum úr Jöfnunarsjóði og óbreyttum fasteignagjaldastofni frá áætlun ársins sem er að líða, sem þó liggja ekki fyrir rauntölur um. Í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar er gert er ráð fyrir óbreyttri starfsemi grunn- og leikskóla, en áformum um nýjan leikskóla í Krosslandi er slegið á frest.

Stærsta verkefni Hvalfjarðarsveitar á næstu árum verður bygging nýs Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fara í nýbyggingarframkvæmdir við skólann á grundvelli hönnunartilboða sem framkvæmdanefnd hefur unnið að. Miðað við núverandi forsendur eru áætlaðar 230 milljónir í verkefnið á næsta ári. Þá á einnig að ljúka byggingu nýja stjórnsýsluhússins, enda verði það tekið í notkun nú í vetur. Til ýmissa viðhaldsverkefna verður varið samkvæmt fjárhagsáætlun um 8,3 milljónum. Til viðhalds gatna og gangstétta er gert ráð fyrir 13 milljónum.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir heildarskatttekjum upp á 438 milljónir. Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að gjaldskrár leikskóla sem og aðrar gjaldskrár verði óbreyttar á næsta ári.  Gert er ráð fyrir 75 millj. króna í rekstrar- og framkvæmdafé. Eins og áður eru fræðslu- og uppeldismál langstærsti málaflokkurinn. Eru útgjöld til hans áætluð 260 millj. og er það um 10 % hærri fjárveiting en til þessa árs, eða sem nemur 23,2 millj.  Nánast öll útgjaldahækkunin er vegna Heiðarskóla, en við leikskólinn Skýjaborg hefur verulega verið dregið úr rekstrarkostnaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is