Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2008 01:16

Bætt vegtenging um Uxahryggi hefur marga kosti

Steinar Berg Ísleifsson er í hópi fólks sem unnið hefur að framgangi hugmyndar í samgöngumálum sem snýr að því að bundið slitlag verði lagt á Uxahryggi og Lundareykjadal, um 60 kílómetra kafla sem beintengir Suðurland og Vesturland. Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) einnig gert þessa samgöngubót að sínu forgansmáli. Steinar skrifar ítarlega grein á Skessuhornsvefinn í gær. Þar segir hann meðal annars: “Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið mun beintenging Suður- og Vesturlands með bundnu slitlagi á umræddum 60 km. kafla leiða til þess að ferðamenn noti minni tíma í akstur en hafi viðkomu á fleiri áfangastöðum. Þá eru umhverfisáhrif, orkusparnaður og sú staðreynd að fólk er ekki að pakka upp og pakka niður á hverjum degi ferðarinnar, heldur eyðir tveimur nóttum að lágmarki á sama hóteli, einnig mikilvægur kostur í SV-ferðinni.”

Þá segir hann að landshlutahringur sem yrði til með tengingu Suðurlands- og Vesturlands muni skapa landshlutahring sem viðbótar valkost við okkar ágæta Þjóðvegs 1 hring. Þessi leið mun brjóta upp ríkjandi hugsun og er fordæmisgefandi og veldur því vonandi að landshlutahringjum fjölgar í náinni framtíð. Það er mikilvægt að þessi nýja hugsun eigi greiða leið til betrumbóta og forgangsröðunar við endurskoðun Samgönguáætlunar. Þess vegna er skynsamlegt að meta kostnaðarlega hagkvæmni, aukna valmöguleika, eflingu atvinnugreina, dreifingu umferðar og öryggisþætti við ákvörðunartöku. En óskynsamlegt er að loka á þá möguleika sem ekki eru skrifaðir inn í gildandi Samgönguáætlun, sem gerð var þegar margt var öðruvísi.”

 

Sjá nánar grein Steinars hér á síðunni undir "Aðsendar greinar"

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is