Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2008 11:55

Guðdómlegur gleðileikur sló í gegn

Yfirlögregluþjónn og bæjarstjóri í hlutverkum sínum
Engum blöðum er um það að fletta að hinn “Guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Krists,” sem frumfluttur var í Borgarnesi á þriðja degi jóla, hafi slegið í gegn. Borgarneskirkja, þar sem sviðsetning verksins hófst með bænastund, og salur Menntaskólans þangað sem leikurinn færðist eftir blysför og söng upp Borgarbrautina, troðfylltust af áhorfendum og talið er að um fimm hundruð áhorfendur hafi mætt og notið stundarinnar. Í sjálfri sýningunni tóku þátt vel á annað hundrað manns.

Það var Kjartan Ragnarsson leikstjóri sem átti að öðrum ólöstuðum stærsta þátt í uppfærslu sýningarinnar. Hann ásamt Unni Halldórsdóttur samdi handrit, útfærði leikmynd sem Ragnar sonur hans teiknaði, aðstoðaði við lýsingu sem annars var í höndum Eiríks Theodórssonar, leikstýrði ásamt Margréti Ákadóttur og “skipti mér eiginlega að öllu,” eins og Kjartan orðaði það sjálfur í samtali við blaðamann eftir hina vel heppnuð sýningu. Til verksins var virkjaður mikill fjöldi fólks úr samfélaginu bæði til söngs, leiks og annars undirbúnings. Allir sem að verkinu komu gáfu vinnu sína og frítt var inn fyrir gesti sem sannarlega kunnu að meta framtakið.

 

Himnastiginn hluti af leikmyndinni

Kjartan var að vonum himinlifandi með hvernig til tókst. “Mér fannst þetta alveg stórkostleg jólasamvera Borgfirðinga. Við stefnum á að endurtaka þessa dagskrá að sama tíma að ári og önnur sýning verður semsagt klukkan 18 á þriðja degi jóla árið 2009,” sagði Kjartan. Hann segir að líklega hafi aldrei annar eins fjöldi komið í Borgarneskirkju. “Eftir bænastund í kirkjunni var farin blysför niður Himnastigann og stoppað við Tónlistarskólann þar sem tveir tenórar sungu Heilaga nótt. Áfram var gengið þaðan upp Borgarbrautina og hinn nýi menningarsalur í Menntaskólahúsinu troðfylltur af fólki í sannkölluðu hátíðarskapi.”

 

Snilldartaktar

Í Guðdómlegum gleðileik er blandað saman tónlist og leik. “Við vorum að uppgötva marga snillinga á leiksviðinu og endurlífguðum aðra. Að öðrum ólöstuðum vil ég fyrst nefna Theodór yfirlögregluþjón sem sannaði enn og aftur leikhæfileika sína. Vitringarnir frá Austurlöndum, í meðförum rektoranna á Bifröst og skólameistara Menntaskólans sýndu eftirtektarverða takta og Gísli Einarsson sló algjörlega í gegn sem Heródes konungur, bæði vitlaus og vondur. Aðrir leikarar og allir þeir sem þátt tóku í verkinu stóðu sig með mikilli prýði og því var þetta í raun alveg guðdómlegur gleðileikur frá upphafi til enda,” sagði Kjartan Ragnarsson að lokum.

 

Fleiri myndir birtast í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is