Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2009 04:48

Ný ríkisstjórn tekur við í dag

Ný minnihlutaríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tekur við í dag, studd falli af Framóknarflokki. Tíu ráðherrar verða í nýju stjórninni, þar af tveir utanþingsráðherrar. Það eru þau Ragna Árnadóttir settur ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem verður ráðherra dómsmála og Gylfi Magnússon dósent við HÍ verður viðskiptaráðherra. Af hálfu Samfylkingar setjast í ríkisstjórnina þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Kristján L. Möller verður samgönguráðherra, Össur Skarphéðinsson verður iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verður félags- og tryggingamálaráðherra. Af hálfu VG setjast í ríkisstjórnina Steingrímur J. Sigfússon sem verður fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Katrín Jakobsdóttir verður menntamálaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.

Þá verður Steingrímur J. Sigfússon staðgenginn forsætisráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna.

 

Kynnti helstu bjargráð - fyrstu verkefni

Verkefnaáætlun nýrrar ríkisstjórnar var jafnframt kynnt í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að verkáætluninni sé ætlað að draga úr sundrung og upplausn í samfélaginu.  Til að rétta af hag heimilanna sagði hún að meðal annars verði greiðsluaðlögun sett í öndvegi. Fólk megi nýta hluta af séreignarsparnaði. Þá sagði hún að frekari aðgerðir verði kynntar í þessari viku til að koma í veg fyrir að heimilin fari í gjaldþrot og að m.a. bankarnir nýti öll úrræði sem Íbúðalánasjóður hafi. Þá sagði hún að ný úrræði yrðu lögð fyrir þingið á næstunni.

 

Varðandi atvinnulífið sagði Jóhanna að lagt verði í vinnuaflsfrekar framkvæmdir og þjóðhagslega hagkvæm verkefni. Í því samhengi verði frekari hugmyndir kynntar fljótlega. Þá verði reynt að örva fjárfestingu innlendra og erlendra aðila. Sagði hún brýnt að verðmati á eignum nýju bankanna verði hraðað og að framkvæmt verði bráðabirgðauppgjör í þeim. Unnið verði í náinni í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í því máli.

 

Þá kynnti forsætisráðherra lýðræðisumbætur og breytingar á stjórnarskrá. Sagði hún að sameign þjóðarinnar á auðlyndum verði tryggð og réttur til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki þurfi að rjúfa þing til að breyta stjórnarskrá. Þá verði haldið Stjórnlagaþing. Kosningalögum verður breytt og persónukjör heimilað í kosningum til Alþingis. Þá verði gerðar breytingar á skipun hæstaréttardómara og lögum um ráðherraábyrgð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is