Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2009 01:05

Telja ríkið vera með aðför að íslenskri garðyrkju

Stjórn Sambands garðyrkjubænda (SG) samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag harðorða ályktun gegn þeirri ákvörðun ríkisins að auka rafmagnskostnað garðyrkjubænda um 25%. “Í lok desember óskaði ráðuneyti landbúnaðar eftir samningum við SG um að skerða niðurgreiðslur á dreifingarkostnaði rafmagns. Skerðingin skyldi vera 30% og því bætt við að fulltrúar SG hefðu í raun enga samningsstöðu í málinu. Sérfræðingur SG metur áhrif skerðingarinnar til 25% hækkunar á rafmagnskostnaði garðyrkjubænda. Rafmagn er annar stærsti útgjaldaliður garðyrkjubænda á eftir launum,” segir stjórn SG.

Forsaga málsins segja garðyrkjubændur vera þá að vegna breytinga á lögum um raforku árið 2005 gerði SG samning við ríkið um 95% niðurgreiðslu á kostnaði við dreifingu rafmagns. Fyrirséð var að lagasetningin myndi leiða til 30% hækkunar á rafmagnskostnaði garðyrkjubænda. Kostnaður ríkisins af þessum niðurgreiðslum jókst úr 100 milljónum króna í 210 milljónir á árunum 2005-2009. Fyrir því voru tvær ástæður: Notkun bænda og þar með framleiðsla jókst um sem nam 32 milljónum en 77 milljónir stöfuðu af gjaldskrárhækkunum raforkufyrirtækja sem eru í eigu ríkisins.

 

“Þessi hækkun raforkukostnaðar bætist ofan á þá ákvörðun sem ráðuneytið tilkynnti um í byrjun desember að skerða þyrfti vísitöluhækkun samnings um beingreiðslur til framleiðenda tómata, gúrku og papriku. Að mati stjórnarinnar leiðir sú ráðstöfunin til 2-3% skerðingu tekna. SG neitaði að fallast á slíka skerðingu og ber ríkisstjórnin því fulla ábyrgð á þeirri gjörð.

 

Stjórnin hefur verulegar áhyggjur af því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar leiði til gjaldþrota meðal garðyrkjubænda verði ekkert að gert. Framleiðendur grænmetis og blóma geta ekki tekið á sig hækkun rafmangskostnaðar á sama tíma og tekjur þeirra eru skertar. Stjórnin SG krefst þess að ákvörðunum ráðuneytisins verði breytt og minnir í því sambandi á að aukin innlend framleiðsla hefur oft verið nefnd sem lausnin á yfirstandandi efnahagsvanda.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is