Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2009 02:00

Ráðherrar boðaðir á fund um hvalveiðimál á Akranesi

Hvalfjörður
Í kjölfar samþykktar á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra lagði til að aðilum sem tengdust hval- og hrefnuveiðum yrði send formleg viðvörun um hugsanlega afturköllun eða breytingar á útgefinni reglugerð fyrrv. sjávarútvegsráðherra til hval- og hrefnuveiða, brugðust forsvarsmenn Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaðar hart við og hafa nú boðað til opins fundar um hvalveiðimálin í Tónbergi sal Tónlistarskóla Akraness nk. fimmtudagskvöld kl. 20:00.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði að öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og hagsmunaaðilum hefði verið boðið til fundarins og skorað væri á ráðherra í ríkisstjórninni, forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra að mæta til fundarins.

„Okkur sýnist málið komið í þann farveg að afturkalla eigi leyfi til hval- og hrefnuveiða sem Einar Kr. Guðfinnsson gaf út. Í ljósi yfirlýsinga nýrrar ríkisstjórnar um nauðsyn þess að auka atvinnu í landinu, væri það óskiljanlegt með öllu ef eitt af fyrstu verkum hennar yrði að afturkalla þetta leyfi. Í dag eru um 13.300 manns án atvinnu í landinu, þar af 450 á okkar félagssvæði. Þegar það liggur fyrir að hval- og hrefnuveiðar gætu veitt 200-300 manns atvinnu í Hvalfirði og á Akranesi, þá er þetta með öllu ólíðandi,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is