Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2009 03:37

Þórður Guðjónsson býður Sjálfstæðisflokknum krafta sína

“Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til væntalegs þingmannssætis hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi. Í dag eru þrír þingmenn fyrir kjördæmið og því gef ég kost á mér í eitt af þremur efstu sætum listans,” segir Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður í samtali við Skessuhorn. Þórður tilkynnti félögum sínum í Sjálfstæðisfélagi Akraness þessa ákvörðun sína á fundi sl. þriðjudag. “Ég tilkynnti þeim að aðilar innan flokksins hafi komið að máli við mig og skorað á mig að bjóða fram krafta mína. Ég fór í framhaldinu yfir málið með mínum nánustu og ákvað í kjölfarið að hella mér í þetta,” segir Þórður.

Þórður Guðjónsson er 35 ára, giftur og þriggja barna faðir. Hann var um árabil atvinnumaður í knattspyrnu og segist lítið hafa komið nálægt íslenskri pólitík áður enda hafi hann búið erlendis í 13 ár. “Síðan ég flutti heim árið 2006 hef ég beitt mér í ýmsum verkefnum meðal annars í skólamálum á Akranesi. Mín helstu baráttumál verða velferðar- og fjölskyldumál, svo sem atvinnu-, mennta- og heilbrigðismál.” Þórður segir að Íslendingar séu nú að upplifa tíma sem flest yngra fólk hafi ekki þekkt áður. “Það er að verða uppstokkun í þjóðfélaginu. Burtséð frá fyrri störfum alþingismanna, þá hefur almenningur ekki endilega verið að kalla eftir áframhaldandi þátttöku þeirra að undanförnu. Nýliðun er því nauðsynleg í pólitík, í það minnsta í bland við reynslufólkið. Ég tel það gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að það verði prófkjör í öllum kjördæmum þar sem trúverðugleiki flokksins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Því er nauðynlegt að öllum standi það til boða að bjóða fram krafta sína. Prófkjör er því í mínum huga lykilatriði. En framboð mitt er með öllu óháð því hvað sitjandi þingmenn hyggjast gera,” sagði Þórður Guðjónsson að lokum.

 

Því má við þetta bæta að fundur verður í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi næstkomandi laugardag í Borgarnesi. Þá mun verða tekin ákvörðun um aðferðafræði við val á lista flokksins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is