Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2009 10:11

Óánægja með að hótel og danshús vanti

„Það kom ekki fram gagnrýni á neitt í fjárhagsáætluninni, meira að segja þó við tilkynntum á fundinum að ekki yrði um sinn ráðist í byggingu nýs skóla í Skógarhverfinu. Það var ekki spurt um byggingu nýrrar sundlaugar á Jaðarsbökkum sem líka hefur verið frestað. Á fundinum var hinsvegar lýst yfir óánægju með að hér væri ekki hótel eða framboð á gistirými og gott danshús,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri um opinn fund um bæjarmál sem haldinn var í Tónbergi á Akranesi á þriðjudag í liðinni viku.

Á fundinum var fjárhagsáætlun fyrir þetta ár kynnt og fjallað um stjórnskipulagsbreytingarnar sem tóku gildi um áramótin. Þá var boðið upp á að til umfjöllunar á fundinum yrði tekið allt varðandi málefni Akraness. Gísli sagði að þrátt fyrir þokkalega mætingu á fundinn hefði hann gjarnan viljað sjá fleiri.

Bæjarstjóri sagðist í samtali við Skessuhorns furða sig á ummælum minnihlutafulltrúaanna Svein Kristinssonar og Guðmundar Páls Jónssonar sem fram komu í frétt í síðasta Skessuhorni. „Þeir komu aldrei með neinar breytingartillögur og sátu hjá við allar afgreiðslur. Þeir óskuðu reyndar eftir að tillögu um lækkun launa bæjarfulltrúa yrði vísað til bæjarráðs og það var gert,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is