Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2009 02:49

Hnökrar á áætlanaferðum Strætó

Ríflega fjörutíu manna hópur farþega Strætó bs sem ferðast daglega á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins hefur sent áskorun til Strætó þar sem fyrirtækið er hvatt til að láta vagna sína fylgja auglýstri áætlun. Í henni segir að farþegar hafa verið að missa ítrekað af leið 57, en það er vagninn sem ekur á Akranes. “Það getur verið vegna þess að leið 15 fer á undan leið 5 eða 6 í Ártúni, eða leið 57 bíður ekki eftir leið 15.  Það sem er athyglisvert er að nær undantekningalaust þarf leið 57 að bíða eftir leið 15.” Loks er fullyrt í bréfinu að það sé teljandi á fingrum annarrar handar þau skipti frá ársbyrjun sem leið 57 (áður 27) hefur getað lagt af stað á réttum tíma samkvæmt tímatöflu. Undirskriftunum var safnað í gær meðan farþegar á Akranes þurftu að bíða í hátt í klukkutíma eftir næsta vagni þar sem vagn 57 beið ekki eftir farþegum úr vagni 15 sem fluttu þá áleiðis í veg fyrir Skagavagninn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is