Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2009 04:00

Fyrirsjáanlegt að breytingar verða hjá sumum flokkum

Frá kosningum 2007
Hinir nýju ríkisstjórnarflokkar hafa gefið það út að kosningar til Alþingis verða 25. apríl í vor. Gera má ráð fyrir að töluverðar breytingar verði gerðar á framboðslistum flokkanna sem bjóða munu fram. Raunar er krafa kjósenda skýr um breytingar og vísast þar t.d. í niðurstöðu vefkönnunar Skessuhorns í liðinni viku þar sem upp undir 90% þátttakenda telja að stjórnmálaflokkar eigi að endurnýja að hluta til eða öllu leyti fulltrúa á framboðslistum sínum fyrir komandi kosningar. Hvort mark verður tekið á þeirri skoðun fólks skal hins vegar alveg ósagt látið. Nú hafa þingmenn Samfylkingar í kjördæminu gefið það út að þeir hyggjast gefa kost á sér áfram. Breyting verður hjá Framsókn þar sem Magnús Stefánsson hyggst hætta. Aðrir eru orðvarir. Skessuhorn heyrði hljóðið í sitjandi þingmönnum og birtir hér samantekt sem unnin var sl. mánudag.

 

 

 

Sjálfstæðismenn funda um næstu helgi

Um næstu helgi mun kjördæmisráð Sjálfstæðismanna í NV kjördæmi funda í Borgarnesi og taka ákvörðun um hvort farið verði í prófkjör fyrir komandi kosningar. Núverandi þingmenn kjördæmisins voru einkar orðvarir þegar Skessuhorn leitaði til þeirra í byrjun vikunnar. Sturla Böðvarsson oddviti flokksins í kjördæminu svaraði því aðspurður að sjálfur myndi hann fyrst upplýsa sitt fólk um þátttöku sína. “Fyrst verður tekin ákvörðun um aðferðafræði og þá hugsanlegt prófkjör og í framhaldi af því mun ég tilkynna mínu fólki um þátttöku mína,” sagði Sturla.

“Ég hef engin önnur áform um annað en gefa kost á mér en finnst eðlilegast að greina félögum mínum frá þessu á fundinum á laugardaginn,” sagði Einar K Guðfinnsson í samtali við Skessuhorn sl. mánudag.

“Ég mun tilkynna um mína afstöðu á fundi kjördæmisráðs á laugardaginn,” sagði Herdís Þórðardóttir.

 

Breytingar verða hjá Framsókn

Um síðustu helgi tilkynnti Magnús Stefánsson, þingsmaður Framsóknarflokks að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. “Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til framboðs fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvestur kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ástæður þess að ég hef tekið þessa ákvörðun eru þær að ég á að baki langan feril sem alþingismaður og ráðherra. Ég tel að nú sé tímabært að láta af þingmennsku og að ég takist á við ný verkefni,” sagði Magnús meðal annars í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sl. laugardag. Þá hyggst Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður ekki gefa kost á sér á framboðslista flokkins.

Nú hafa nokkrir áhugasamir frambjóðendur gefið út yfirlýsingar um að þeir sæktust eftir sætum á lista Framsóknarflokks í kjördæminu. Fyrstur til að tilkynna um áhuga sinn var Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar, sem sækist eftir 1. sæti á listanum. Þá hefur Gunnar Bragi Sveinsson oddviti framsóknarmanna í Skagafirði einnig tilkynnt að hann sækist eftir forystusæti listans. Loks tilkynnti Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum sl. föstudag að hann sæktist eftir öðru sæti á listanum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns munu fleiri frambjóðendur eiga eftir að líta dagsins ljós. Ekki liggur fyrir hvernig framboðslisti verður ákveðinn, hvort farið verður í prófkjör eða fjölskipað kjördæmisráð stilli upp lista.

 

Samfylkingarfólk vill áfram

“Ég ætla að gefa kost á mér áfram og sækist eftir því að leiða listann í NV kjördæmi,” segir Guðbjartur Hannesson oddviti Samfylkingarinnar í samtali við Skessuhorn. Hann segist vera til þess að gera nýbyrjaður í pólitík, hafi gaman af starfi sínu og telji sig vera að gera gagn.

“Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi starfa fyrir flokkinn. Ég hef fundið að þau mál sem ég hef lagt áherslu á, þ.e.a.s. sjávarútvegsmálin, hafa hlotið góðan hljómgrunn í kjördæminu og ég er reiðubúinn að fylgja þeim eftir,” segir Karl V. Matthíasson sem nú skipar 2. sæti á lista flokksins. Þá hefur Anna Kristín Gunnarsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, gefið út að hún muni sækjast eftir 2. sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar.

 

Ekkert ákveðið hjá VG

Hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði er það kjördæmisráð sem fjallar um og tekur ákvörðun um framboðsmál. Kjördæmisráð í NV kjördæmi hefur ekki verið kallað saman til fundar. Í aðdraganda undanfarinna kosninga hefur nokkur hundruð manna kjördæmisráð ákveðið framboðslista og ekki verið viðhaft prófkjör. Jón Bjarnason, oddviti listans í NV kjördæmi vildi ekkert láta hafa eftir sér um þátttöku sína, þegar Skessuhorn leitaði til hans sl. mánudag. “Framboðsmál eru í höndum félaganna í hverju kjördæmi fyrir sig, það er okkar farvegur. Hjá VG er þetta félagsleg ákvörðun og í pólitík á enginn neitt,” sagði Jón. Hann segist ræða framboðsmál með sínu fólki áður en hann úttalaði sig um þau í fjölmiðlum.

 

Óráðið hjá Frjálslyndum

“Í starfsreglum Frjálslynda flokksins er það kjördæmisráð sem gerir tillögu að lista. Hjá okkur er ekki hefð fyrir prófkjöri þó heimild sé fyrir því ef kjördæmisráð kýs svo. Lokastimplun allra lista er síðan hjá miðstjórn flokksins, þó að ekki sé fordæmi fyrir að hún hafi breytt framboðslistum,” segir Guðjón Arnar Kristjánsson formaður FF og oddviti listans í NV kjördæmi. Aðspurður segir hann að flokkurinn stefni að landsfundi um miðjan mars og að ekki sé búið að dagsetja kjördæmisráðsþing í NV kjördæmi. “Það var nú bara um helgina verið að ákveða að kjósa 25. apríl í vor, þannig að það hefur ekki gefist tími til að ákveða neitt,” sagði Guðjón Arnar sl. mánudag í samtali við Skessuhorn.

Aðspurður sagði Kristinn H Gunnarsson þingmaður FF í Norðvestur kjördæmi að hann hefði enga ákvörðun tekið um framboðsmál sín. “Ég er bara að skoða málin í rólegheitunum,” sagði Kristinn í gærdag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is