Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2009 12:02

Hekla kynnti nýja bíla á Akranesi

Síðastliðinn föstudag kynnti söluumboðið Hekla nýjan flota Mitsubishi bíla fyrir framan söluumboðið Bílás á Akranesi. Meðal þessara bíla var nýr Mitsubishi Lancer Sportback og tæplega 300 hestafla ofursportbíllinn Mitsubishi Lancer Evolution 10, sem Hekla frumkynnti hér á landi um síðustu helgi.

“Við erum að kynna þessa bíla fyrir blaðamönnum og það var ekkert betra en að renna upp á Akranes, fara svo Hvalfjörðinn til Reykjavíkur, njóta frábærs veðurs, fjallanna og ekki síst skemmtilegra vega. Auk þess er nánast engin umferð í Hvalfirðinum og því gott næði til að njóta sín og fararskjótanna. Betri aðstæður eru varla fyrir hendi annars staðar", segir Skagamaðurinn Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu í samtali við Skessuhorn.

Jón Trausti segir að þessa dagana sé mjög lítið um að vera í sölu á nýjum bílum en hins vegar ágætt í sölu notaðra bíla. “Í janúar seldi Hekla yfir 200 notaða bíla sem er mjög gott miðað við árferðið. Nánast allir voru þessir bílar seldir hér innanlands og töluvert úti á landi, eins og hér uppi á Akranesi. Fólk er að skipta upp um eina eða tvær árgerðir, enda stórt stökk í nýja bíla sökum veikrar stöðu krónunnar. Það getur verið skynsamleg ráðstöfun hjá fólki að yngja upp, bæði til að eiga bíl sem er í ábyrgð og að þá eru verð á notuðum bílum mjög hagstætt í samanburði við verð nýrra,” segir Jón Trausti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is