Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2009 06:41

Eyrarrós féll í skaut Landnámssetursins

Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni var afhent á Bessastöðum í dag. Það var Landnámssetur Íslands í Borgarnesi sem hlaut verðlaunin að þessu sinni og tóku hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson við þeim. Auk Landnámssetursins var Eyrbyggja – Sögumiðstöð í Grundarfirði tilnefnt til verðlaunanna og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Verðlaunin veitti Dorrit Moussaieff forsetafrú en hún er jafnframt verndari Eyrarrósarinnar. Landnámssetrið fékk að launum fjárstyrk að upphæð1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

Í umsögn dómnefndar segir um Landnámssetur Íslands: “Þrátt fyrir ungan aldur hefur Landnámssetur Íslands skipað sér traustan sess í menningarflóru landsins með áherslu á að kynna landnám Íslands og Íslendingasögurnar með nýstárlegum hætti. Hinu metnaðarfulla hlutverki þess að fræða, miðla og skemmta hefur verið afar vel tekið af innlendum sem og erlendum gestum. Það má ekki síst merkja af stöðugum straumi fólks af höfuðborgarsvæðinu og öllu landinu sem flykkist til að sjá rómaðar leik- og sögusýningar. Landnámssetur Íslands er mikil lyftistöng fyrir Borgarnes og nágrenni, iðandi af lífi og krafti og óhætt að fullyrða að það hafi auðgað menningarlífið á svæðinu.”

 

Rætt er við Kjartan Ragnarsson frumkvöðul í Landnámssetrinu í Skessuhorni sem kemur út á morgun. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is