Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2009 08:13

Stykkishólmur verður heilsueflingar- og spabær

Elíza Guðmundsdóttir
Ekki verður annað sagt en mikil uppbygging hafi verið í Stykkishólmi síðustu árin. Mikið byggt og eftirsókn eftir íbúðarhúsnæði, þar á meðal orlofshúsum og íbúðum sem hafa rokið út. Gestkomendur í Hólminn hafa væntanlega velt fyrir sér hvernig standi á þessari allt að því „þenslu“ á staðnum, kannski sérstaklega í ljósi þess að búast hefði mátt við talsverðu bakslagi í kjölfar hruns skelveiðanna fyrir nokkrum árum, sem var ein helsta auðlind Stykkishólms. En við því reiðarslagi brugðust Hólmarar með því að færa sig yfir í aðrar greinar sjávarútvegs og ekki síst með því að brydda upp á nýsköpun í atvinnulífinu. Fyrirtæki í eigu einstaklega og smærri félaga hafa sprottið upp í Hólminum á liðnum árum og staðurinn markað sér sérstöðu sem ferðamannaparadís, þar sem siglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs eru þungamiðjan. Engin takmörk virðast fyrir bjartsýni og dugnaði íbúa Stykkishólms og forsvarsmanna sveitarfélagsins í því að eflast ímynd staðarins.

Það lýsir sér kannski best nú um stundir í verkefni sem hefur verið ýtt af stokkunum og nefnist „Heilsuefling Stykkishólms“. Markmið þess er að sameina allt það heilsusamlega sem Hólmurinn býður upp á og forsvarsmenn verkefnisins setja stefnuna það hátt að Stykkishólmur verði „spa“ staður til framtíðar. Til að stýra verkefninu Heilsueflingu Stykkishólms var ráðinn sérstakur starfsmaður á liðnu hausti og nær ráðningartími hans til næsta haust. Þá verður framhaldið væntanlega skoðað.

„Ég flutti hingað í Hólminn í september og líkar mjög vel. Það sem tók á móti mér var jákvæðni og gott andrúmsloft. Í samtölum mínum við bæjarbúa finnst mér ríkja bjartsýni og samhugur og hugur í fólki,“ segir Elíza Guðmundsdóttir verkefnastjórinn sem kemur úr Reykjavík Hún segir að þetta verkefni sé ekki nýtilkomið.

 

Nánar er rætt við Elízu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is