Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2009 04:06

Tækifæri leysast úr læðingi í kreppunni

“Þegar illa árar þá virkjast nýsköpunarkrafturinn í Íslendingum. Það hafa dæmin sannað og núna er það strax farið að koma í ljós,” segir Ólafur Sveinsson, forstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands í samtali við Skessuhorn.  Hann segir mikilvægt að virkja kraftinn í fólki og að stoðkerfi atvinnulífsins eigi að vera í stakk búið til að hjálpa fólki og fyrirtækjum að vinna sig út úr aðstæðum kreppu og efnahagslegs niðurskurðar eins og nú er. “Það eru þegar farin að koma áhugaverð og áræðin dæmi inn á okkar borð. Það kemur mér í raun á óvart sá fjölbreytileiki hugmynda sem legið hafa í láginni og menn hafa ekki sinnt eða þurft að sinna í annríki við annað meðan þenslan var hvað mest. Nú þegar fýkur í ýmis skjól sannast enn og aftur hið gamla og góða máltæki að neyðin kennir naktri konu að spinna. Hjá okkur í Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur á síðustu vikum orðið mikil aukning á öllum sviðum. Það á jafnt við um aðstoð við starfandi fyrirtæki ekki síður en aðstoð við nýsköpunarhugmyndir.”

Nánar er rætt við Ólaf í Skessuhorni sem kom út í dag. 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is