Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. febrúar. 2009 06:07

Stefnir í fimmtíu prósenta áburðarhækkun

“Fóðurblandan hefur sent viðskiptavinum sínum verðlista yfir áburð fyrir árið 2009 og hefur Bændablaðið slíkan lista undir höndum,” segir í frétt á vef Bændasamtakanna. Þar er upplýst að verðlistar frá Fóðurblöndunni hafi verið póstlagðir í gær en einhverjir umboðsmanna Fóðurblöndunnar voru þegar farnir af stað og byrjaðir að kynna bændum vöruval og verð. Veruleg hækkun er á áburði frá síðasta vori hjá fyrirtækinu. Verðhækkun á algengum tegundum áburðar er á milli 45 til 55% milli ára, en í fyrra hækkaði áburðarverð um allt að 80% frá 2007. 

"Þetta eru mjög skuggalegar fréttir fyrir bændur og víst er að margir íhuga vel sína stöðu áður en keyptur er áburður," sagði Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökum Íslands í dag þegar þessar upplýsingar lágu fyrir.

Tonnið af Magna 1 kostar til að mynda 59.800 krónur hjá Fóðurblöndunni í ár ef 10% pöntunarafslátur er reiknaður inn í verðið. Í fyrra var upphæðin 38.500 krónur. Hækkunin á milli ára er því 55,3%. Tonn af áburðartegundinni Græði 9 kostar með 10% pöntunarafslætti 72.390 krónur, sem er 46,5% hækkun. Af þessum tölum að dæma má gera ráð fyrir að meðaltalshækkun á áburðarverði í ár geti legið nálægt 50 prósentum.

 

Fóðurblandan er fyrsta fyrirtækið sem starfar sunnan heiða til að upplýsa um væntanlegar verðhækkanir á áburði. Áður hafði fyrirtækið Búvís upplýst norðlenska kúabændur um áburðarsölu norðan heiða. Búvís hyggst einungis bjóða bændum á Norðausturlandi áburð til kaups í vor og er verð fyrirtækisins talsvert fyrir neðan verð Fóðurblöndunnar. Búvís kaupir einn skipsfarm af áburði og stefnir að því að skipa áburðinum upp í tveimur höfnum; á Akureyri og á Húsavík. Sparisjóður Suður Þingeyinga hefur boðið bændum að lána fyrir áburðarkaupunum þar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is