Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2009 11:58

Búið að slökkva eldinn á Dalbraut 1

Horft inn í húsnæði bókasafnsins. Eldurinn kraumaði innan við dyrnar fyrir miðri myndinni.
Slökkviliðinu á Akranesi tókst nú um klukkan 23:30 að ráða niðurlögum elds sem kom upp í nýbyggingu við verslunarmiðstöðina Dalbraut 1 á Akranesi um klukkan 22 í kvöld. Samliggjandi rýminu, þar sem verið er að innrétta nýtt húsnæði Bókasafns Akraness, er verslun Eymundsson og fylltist bókabúðin af reyk þar sem óþétt er á milli hólfa. Að sögn slökkviliðsmanna gekk slökkvistarf vel. Mikill hiti myndaðist í herberginu sem eldurinn kraumaði í og um tíma var talið að rjúfa þyrfti gat á þakið til að komast að eldinum. Hjá því varð þó komist og tókst reykköfurum að komast að upptökum eldsins og slökkva.  

Miklar skemmdir urðu innandyra en þar er verið að innrétta húsnæðið fyrir Bókasafn Akraness, eins og áður segir. Rannsóknardeild lögreglunnar á eftir að kanna eldsupptök og verður það gert á morgun, sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is