Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2009 04:50

Eydís Aðalbjörnsdóttir býður sig fram í 2. sæti

“Ég hef ákveðið að leggja hönd á plóg í því nauðsynlega endurreisnarstarfi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hafa forystu um.  Flokkurinn þarf að viðurkenna mistök sín en jafnframt sýna styrk sinn í því hvernig leiða má þjóðina út úr núverandi efnahagsþrengingum.  Í þann farveg þarf að leiða orkuna en ekki í fánýtt karp,” segir í upphafi fréttatilkynningar frá Eydísi Aðalbjörnsdóttur á Akranesi, en hún sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í prófkjöri fyrir alþingiskosningar 25. apríl.

“Nú er lag fyrir öðruvísi stjórnmál þar sem miklu skiptir að allir virkist til góðra verka.  Heilindi, samkennd, kjarkur og dugnaður er það sem þjóðin þarf á að halda.  Ég treysti Sjálfstæðisflokknum best til að vinna eftir þeim dyggðum. Ég hef starfað í bæjarmálum á Akranesi síðastliðin 7 ár, er varaforseti bæjarstjórnar og formaður fjölskylduráðs. Ég sit einnig í stjórn Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi og í framkvæmdaráði Vaxtarsamnings Vesturlands.  Einnig er ég í auðlinda- og umhverfisnefnd Sjálfstæðisflokksins.

 

Ég ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð, var í Menntaskólanum á Ísafirði, tók BS gráðu í landafræði og kennsluréttindi í Háskóla Íslands og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík þar sem ég sat í gæðaráði.  Ég hef búið á Akranesi síðastliðin 9 ár með manni mínum Þorkeli Loga Steinssyni hagfræðingi og börnunum okkar fjórum.

 

Ég hef mjög víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.  Hef m.a. unnið sem fiskverkakona, bréfberi, aðstoðarmaður fatlaðra, grunn- og framhaldsskólakennari, verkefnastjóri í kortagerð og verkefnastjóri fyrir Samtök ferðaþjónustunnar.  Það var síðan síðastliðið sumar sem ég tók þá ákvörðun að segja upp starfi mínu til að setja alla mína krafta í stjórnmál og gerðist aðstoðarmaður Herdísar Þórðardóttur alþingismanns.  Nú sem aldrei fyrr skil ég og vil, að stjórnmálamenn tali máli þjóðarinnar og heimilanna í landinu, en ekki eingöngu ákveðinna þrýstihópa.  Tali máli atvinnulífsins og uppbyggingar því án þess verður engum heimilum bjargað.  Tali máli siðgæðis, ekki klækja.  Í þá vinnu vil ég leggja heilshugar fram krafta mína,” segir Eydís Aðalbjörnsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is