Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2009 02:13

Bjartsýni ríkjandi í Grundarfirði

“Hér í Grundarfirði er fólk að rífa sig upp úr þeim doða sem almennt er í þjóðfélaginu og margar hugmyndir um nýjungar í atvinnu- og mannlífi eru að koma fram, bæði hugmyndir um lítil verkefni og stór,” segir Jónas Guðmundsson, markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar í samtali við Skessuhorn. Hann bendir á að nýlega hafi verið opnað gallerí á staðnum og nú sé handverksfólk búið að taka sig saman í stað þess að hver og einn sé að vinna í sínu horni. Þá segir Jónas ýmislegt á döfinni varðandi ferðamennsku og afþreyingu. “Hér eru uppi hugmyndir um sögugarð, sem verður til afþreyingar og fróðleiks fyrir fólk á öllum aldri. Á næstunni er svo áformað að halda kynningarfund um nýja gönguleið, sem merkt verður frá Ljósufjöllum að Snæfellsjökli eftir fjallshryggnum. Þetta verður kynnt á næstunni og líklegt að í tengslum við þetta verði stofnað ferðafélag til að vinna að áframhaldandi merkingum gönguleiða. Þá er verkefni í gangi um merkingu sögustaða sem tengjast Eyrbyggjasögu,” segir Jónas.

Sjá ítarlegra spjall við Jónas í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is