18. febrúar. 2009 12:15
Mjög skiptar skoðanir eru um þátttöku Íslands í Evrovisjon söngvakeppninni, samkvæmt svörum gesta hér á Skessuhornsvefnum í síðustu viku. Þá var spurt hversu hlynnt fólk væri því að Ísland tæki þátt í keppninni.
Þeir sem vilja að litla Ísland eigi sína fulltrúa, í þetta skiptið í Moskvu, eru þó ívið fleiri, en þó munar aðeins rúmlega þremur prósentum, sem er ansi lítill munur. “Já, mjög fylgjandi” voru 22,9%, “já, frekar” 21,1%, eða 44% samtals með. “Nei alls ekki” sögðu 25,2%, “nei eiginlega ekki” sögðu 15,4%, eða 40,6% á móti þátttöku Íslands. Þeir sem voru hlutlausir eru 15,4% svarenda.