Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2009 09:05

Fyrirlestur um pokadýr í Ástralíu

Í kvöld klukkan 20:00 mun Rannveig Magnúsdóttir, Ástralíufari og doktorsnemi í líffræði halda fyrirlestur á vegum Náttúrustofu Vesturlands og Umhverfishóps Stykkishólms um pokadýr í Ástralíu. Pokadýr eru um margt mjög athyglisverð, segir á vef Náttúrustofu Vesturlands. Kunnust þeirra eru kengúrur og kóalabirnir en til eru fleiri spennandi pokadýr sem fáir vita um. Rannveig dvaldi í Ástralíu í 18 mánuði og stundaði rannsóknir á fenjapokamúsinni (Antechinus minimus) ásamt því að ferðast vítt og breitt um álfuna. Í fyrirlestrinum fjallar hún um uppruna og einkenni pokadýra og sýnir ljósmyndir og myndbönd af nokkrum þeim pokadýrum sem hún hitti á ferðum sínum í Ástralíu.

Fyrirlesturinn verður á ráðhússloftinu á Stykkishólmi og hefst klukkan 20 eins og áður segir. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

 

 

Rannveig Magnúsdóttir er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk MS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 í samstarfi við Deakin háskóla í Geelong, Ástralíu. Hún útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2007 og stundar nú doktorsnám í líffræði við Háskóla Íslands í samstarfi við háskólann í Oxford og Náttúrustofu Vesturlands.

Ágrip erindis
Pokadýr í Ástralíu eru miklu stærri og fjölbreyttari hópur dýra en margir gera sér grein fyrir. Kengúrur og kóalabirnir koma flestum kunnuglega fyrir sjónir en í þessari fjarlægu heimsálfu leynast margar aðrar furðuverur sem fáir vita um, m.a. pokamerðir, maurapokar, pokagreifingjar, pokaíkornar og pokamoldvörpur. Eins og þessi nöfn benda til líkjast sum þessara dýra öðrum alls óskyldum fylgjuspendýrum frá öðrum heimsálfum og hér hefur því orðið samhliða þróun. Pokadýr eru af mörgum stærðum og gerðum; minnsta pokamúsin (Planigale ingrami) er einungis 4 grömm en rauðkengúran (Macropus rufus) getur orðið 70-80 kíló. Mörg risapokadýr voru til áður en maðurinn fluttist til Ástralíu en þau dóu öll út fyrir um 47 þúsund árum og talið er að maðurinn hafi haft þar mikil áhrif. Diprotodon var stærsta pokadýr sem vitað er að hafi lifað en það var tveggja metra hátt og vó yfir tvö tonn. Meðal skyldra núlifandi tegunda eru kóalabirnir og vambar. 

 

Heimild: www.nsv.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is