20. febrúar. 2009 07:51
Á morgun, laugardag, kynna háskólar landsins námsframboð sitt fyrir næsta skólaár. Kynningin fer fram á tveimur stöðum í Reykjavík. Háskóli Íslands verður á Háskólatorgi, Gimli og Odda en í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Þá verður á sama tíma boðið upp á kynningu á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð í Norræna húsinu. Möguleikarnir eru margir og skiptir máli að vanda valið. Gott tækifæri gefst til þess á þessum sameiginlega kynningardegi þar sem kynntar eru yfir 500 mismunandi námsleiðir.