Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2009 11:03

Snæfellsstúlkur á sigurbraut

Snæfellsstúlkur hafa heldur betur verið að ná sér á strik í Iceland Expressdeildinni í körfubolta að undanförnu. Þær sigruðu Grindvíkinga örugglega í Hólminum í gærkveldi 78:63 og var þetta þriðji sigur Snæfells á Suðurnesjaliðinu í vetur í fjórum leikjum. Snæfell er nú farið að nálgast Grindavík og eygir veikan möguleika á umspilsrétti um sæti í úrslitakeppni. Þegar tvær umferðir eru eftir er Snæfell með 10 stig, fjórum minna en Grindavík. Við úrslitin í gærkveldi er ljóst að Fjölnir er fallinn úr deildinni. Snæfellsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og voru strax komnar með fjórtán stiga forskot eftir fyrsta leikhluta.

Gríðarlegar sveiflur urðu síðan í öðrum leikhluta, þannig að forskot Snæfells var ekki mikið í hálfleiknum, en heimastúlkur voru engu að síður yfir allan tímann, ef frá er skilin fyrsta mínútan í leiknum, og sigruðu örugglega eins og fyrr segir.

 

Krister Green var allt í öllu hjá Snæfelli í þessum leik. Hún skoraði 37 stig, tók 14 fráköst og átti sex stoðsendingar. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Unnur Ásgeirsdóttir, Sara Andrésdóttir og Björg Einarsdóttir áttu einnig góðan leik.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is