Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2009 10:49

Bjarki einnig kjörinn Íþróttamaður Borgarbyggðar

Að afloknum sigurleik Skallagríms á Tindastóli í körfunni í gærkvöldi var lýst vali á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2008. Það var Bjarki Pétursson, golfari sem hlaut verðlaunin að þessu sinni, en hann var fyrr í mánuðinum einnig kosinn íþróttamaður UMSB. Það var Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar sem afhenti Bjarka verðalunin. Þá fékk Bjarki auk þess viðurkenningu og styrk úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar en þetta mun vera í fyrsta skipti sem sami einstaklingurinn hlýtur báðar þessar viðurkenningar.

Það er félög og deildir í Borgarbyggð sem sem tilnefna íþróttafólk til verðlaunanna sem tómstundanefnd hefur umsjón með. Auk Bjarka voru eftirfarandi tilnefndir:

Hestamennska: Heiðar Árni Baldursson, Faxa.

Frjálsar íþróttir: Sigmar Aron Ómarsson, Umf. Íslendingi og Orri Jónsson,  Umf. Dagrenningu (tómstundanefnd valdi að Sigmar Aron yrði fulltrúi frjálsra íþrótta).

Sund: Jón Ingi Sigurðsson, Umf. Skallagrími.

Blak: Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Umf. Íslendingi.

Badminton: Bjarki Pétursson, Umf. Skallagrími.

Körfuknattleikur: Sigurður Þórarinsson, Umf. Skallagrími.

Knattspyrna: Guðmundur Björn Þorbjörnsson, Umf. Skallagrími.

Golf: Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness.

 

Landsliðsfólk verðlaunað

Þá ákvað tómstundanefnd að heiðra landsliðsfólk sem valið var í landslið á síðasta ári. Það voru:

Valur Orri Valsson, U15 ára unglingalandsliðið í körfuknattleik.

Bjarki Pétursson U15 unglingalandslið í golfi.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – A- landslið kvenna í körfuknattleik.

Tinna Kristín Finnbogadóttir – Landslið stúlkna U-20 í skák og unglingalandslið U-18.

Hulda Rún Finnbogadóttir. – Landslið stúlkna U-13 í skák.

 

Heiðursviðurkenning:

Loks var Símon Aðalsteinsson heiðraður fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála um langt árabil í héraðinu. Hann hefur meðal annars unnið fórnfúst og óeigingjarnt starf við uppbyggingu golfvallarins að Hamri.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is