Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2009 02:05

Óskuðu eftir veitingum í boði Akraneskaupstaðar

Fréttavefurinn AMX, sem skilgreinir sig sem fremsta fréttaskýringarvef landsins, birti sl. fimmtudag frétt þess efnis að fyrirhuguð þorrablótsferð Sambands ungra sjálfstæðismanna til Akraness síðustu helgina í mánuðinum, sem reyndar er fyrsta heila helgin í góu, myndi hefjast með hádegisverði í boði skattgreiðenda á Akranesi. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri sagði þegar Skessuhorn hafði samband við hann að hér hlyti að vera um misskilning að ræða. Þessi beiðni hefði borist en henni hefði ekki verið svarað. Rætt hafi verið að í besta falli yrði boðið upp á súpu í þessari hádegismóttöku á Akranesi. „Venjan er sú að við bjóðum upp á drykk eða gos, það er sú almenna reglan sem við viðhöfum gagnvart gestum sem óska eftir leiðsögn um bæinn,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri.

 

 

Í umfjöllun AMX sagði á fimmtudag að samkvæmt fjölpósti um þorrablótsferð sem stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi félagsmönnum sínum nú undir kvöld [miðvikudagskvöld, innsk. blm.] er annar liður á dagskrá matur í boði bæjarstjórnar Akraness. „Pósturinn hefur vakið talsverða athygli meðal félagsmanna sem sent hafa AMX afrit af bréfinu auk athugasemda. Furðu þykir sæta að stjórn sambandsins skuli kjósa að skipuleggja ferð sem hefst á því að útsvarsgreiðendur á Akranesi séu látnir greiða málsverð fyrir félagsmenn SUS. Segir í athugasemdum að seint verði séð hvernig þau opinberu útgjöld verði réttlætt af bæjarstjórn Akraness eða séu Akranesingum til hagsbóta með einhverjum hætti,“ segir í umfjöllun AMX.

 

Fregnin birtist á vefnum í kjölfar umdeildra veisluhalda sem framsóknarmenn í Reykjavík stóðu fyrir í Ráðhúsinu á kostnað borgarinnar, í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á liðnu hausti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is