Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2009 12:42

Þórður Már Jónsson býður sig fram í 3. sæti XS

Þórður Már Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Hann er 35 ára gamall og stundar meistaranám í lögfræði við Háskólann á Bifröst. “Nú er tími endurreisnar og endurnýjunar og uppi er hávær krafa um endurnýjun á Alþingi. Þörfin fyrir kraftmikið ungt fólk með nýjar hugmyndir og ákefð til að ná settum markmiðum hefur sjaldan verið meiri. Krafan er jafnframt að héðan í frá vinni alþingismenn eingöngu í þágu fólksins í landinu, en ekki í sína eigin. Krafan er að við endurheimtum hið gamla Ísland, land sem er laust við græðgis- og eiginhagsmunavæðingu spillingarafla. Þessu kalli verðum við að svara,” segir Þórður Már.

 

 

“Tel ég vera mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum. Það er mikilvægt að ná að nýta þessi sóknarfæri og tel ég mig án vafa geta styrkt Samfylkinguna að því takmarki að tryggja að flokkurinn nái þremur þingmönnum í kjördæminu í næstu kosningum. Það er að mínu mati baráttusæti flokksins og til þess að ná því markmiði þarf kraftmikill einstaklingur að skipa sætið. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í þriðja sætið.

 

Ég hef mjög víðtæka fyrri reynslu úr atvinnulífinu, hef meðal annars stundað margs konar sjómennsku, verið í byggingarvinnu og rekið verktakafyrirtæki árum saman. Vil ég meðal annars stuðla að þjóðnýtingu aflaheimilda í sjávarútvegi sem og að opna fyrir nýliðun í greininni, aukinni fullvinnslu afurða, styrkingu landbúnaðargreina, lausnum í húsnæðis- og atvinnumálum og bættum samgöngum í fjórðungnum. Slá þarf skjaldborg utan um heimili landsmanna í kjölfar efnahagshrunsins. Menntamálin eru mér, sem háskólanema, einnig hugleikin. Þá tel ég jafnframt að gera verði stjórnarskrárbreytingu og skilja betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.

 

Sambýliskona mín heitir Elísabet Anna Christiansen og stundar hún einnig nám við Háskólann á Bifröst, í viðskiptalögfræði. Við eigum 3 börn og eigum von á því fjórða nú í vor.

 

Ég býð mig hér með fram til að vera málsvari kjördæmisins alls," segir Þórður Már Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is