Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2009 12:42

Þórður Már Jónsson býður sig fram í 3. sæti XS

Þórður Már Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Hann er 35 ára gamall og stundar meistaranám í lögfræði við Háskólann á Bifröst. “Nú er tími endurreisnar og endurnýjunar og uppi er hávær krafa um endurnýjun á Alþingi. Þörfin fyrir kraftmikið ungt fólk með nýjar hugmyndir og ákefð til að ná settum markmiðum hefur sjaldan verið meiri. Krafan er jafnframt að héðan í frá vinni alþingismenn eingöngu í þágu fólksins í landinu, en ekki í sína eigin. Krafan er að við endurheimtum hið gamla Ísland, land sem er laust við græðgis- og eiginhagsmunavæðingu spillingarafla. Þessu kalli verðum við að svara,” segir Þórður Már.

 

 

“Tel ég vera mikil sóknarfæri fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum. Það er mikilvægt að ná að nýta þessi sóknarfæri og tel ég mig án vafa geta styrkt Samfylkinguna að því takmarki að tryggja að flokkurinn nái þremur þingmönnum í kjördæminu í næstu kosningum. Það er að mínu mati baráttusæti flokksins og til þess að ná því markmiði þarf kraftmikill einstaklingur að skipa sætið. Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í þriðja sætið.

 

Ég hef mjög víðtæka fyrri reynslu úr atvinnulífinu, hef meðal annars stundað margs konar sjómennsku, verið í byggingarvinnu og rekið verktakafyrirtæki árum saman. Vil ég meðal annars stuðla að þjóðnýtingu aflaheimilda í sjávarútvegi sem og að opna fyrir nýliðun í greininni, aukinni fullvinnslu afurða, styrkingu landbúnaðargreina, lausnum í húsnæðis- og atvinnumálum og bættum samgöngum í fjórðungnum. Slá þarf skjaldborg utan um heimili landsmanna í kjölfar efnahagshrunsins. Menntamálin eru mér, sem háskólanema, einnig hugleikin. Þá tel ég jafnframt að gera verði stjórnarskrárbreytingu og skilja betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.

 

Sambýliskona mín heitir Elísabet Anna Christiansen og stundar hún einnig nám við Háskólann á Bifröst, í viðskiptalögfræði. Við eigum 3 börn og eigum von á því fjórða nú í vor.

 

Ég býð mig hér með fram til að vera málsvari kjördæmisins alls," segir Þórður Már Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is