Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2009 10:49

FH lagði ÍA í bráðskemmtilegum leik

Deildabikarkeppnin í knattspyrnu hófst í Akraneshöllinni í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar FH sóttu Skagamenn heim. Sannkallað markaregn var í leiknum því átta mörk voru skoruð. Það voru gestirnir sem höfðu betur, 5:3 í skemmtilegum leik.

FH náði að tryggja sér sigurinn með þremur mörkum á lokakafla leiksins. Andri Júlíusson kom ÍA yfir á 15. mínútu en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir FH, 1:1, á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Tryggvi var aftur á ferð í byrjun síðari hálfleiks og kom FH-ingum í 2:1. Guðjón H. Sveinsson jafnaði fyrir ÍA á 58. mínútu, 2:2, og 16 ára piltur, Sigurjón Guðmundsson, kom Skagamönnum yfir, 3:2, á 77. mínútu, við góðar undirtektir fjölmargra áhorfenda. En þá var draumurinn úti því Hafnfirðingar áttu nóg inni. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson jafnaði metin í 3:3 á 80. mínútu, Eiríkur Viljar Kúld kom þvínæst FH yfir á 85. mínútu, 4:3 og Atli Viðar Björnsson innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is