Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2009 11:32

Halla Signý býður sig fram til forystu

Halla Signý Kristjánsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor. Hún segir að áherslur sínar í þjóðfélagsmálum snúi að byggðamálum, atvinnumálum og velferðarmálum. Sveitarstjórnarmál eru henni einnig hugleikin.

Halla Signý er fædd árið 1964, alin upp á Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði og er nú búsett í Bolungarvík. “Ég er gift Sigurði G. Sverrissyni og eigum við fjögur börn. Ég útskrifaðist frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2005 sem viðskiptafræðingur og starfa nú sem skrifstofu- og fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Áður var ég bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal. Ég hef lengi starfað með Framsóknarflokknum og sat í stjórn Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar um nokkurt skeið og nokkur misseri var ég ritstjóri Ísfirðings, blaðs framsóknarmanna á Vestfjörðum,” segir hún í tilkynningu. 

 

 

 

 

Halla Signý segir að miklu máli skipti að samfélög úti um landið verði byggð upp innanfrá í formi menntunar í heimabyggð á öllum skólastigum. “Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir atvinnuskapandi hugmyndir og þannig verði frumkvöðlastarfi fundinn frjór farvegur.

Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir náttúrunni og tel að maðurinn hafi engan rétt að taka meira til sín en hann getur skilað frá sér aftur. Sjálfbær nýting auðlinda skal gerð í samræmi við þá mynd sem við viljum skila til afkomenda okkar.

 

Það er mikilvægt að þjóðin öll fái nú áheyrn í því endurreisnarstarfi sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Allir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, sem hafa verið undirstaða hagkerfisins og standa enn alla storma af sér, verða að endurheimta þá virðingu sem áður var borin fyrir þeim. Auk þess verður að kalla fram frumkvöðla til að blása lífi í framtíðina og til að koma auga á ný tækifæri bæði hér innanlands sem erlendis. Það má ekki gleyma því að í breytingum felast tækifæri og við verðum að vera bjartsýn til að koma auga á þau.

Þeir sem verða kallaðir til starfa næstu fjögur árin á Alþingi Íslendinga takast á við erfitt og fjölbreytt verkefni. Í því felst að við verðum að taka á móti þeim með bjartsýni og þeirri von að hægt sé að snúa hagkerfinu í átt til farsældar og jafnvægis fyrir þjóðina alla. Ég tel mig hafa fullan kraft og hæfileika til að takast á við það verkefni að fara fram með framsóknarfólki í Norðvesturkjördæmi og þess vegna sækist ég eftir trausti í póstkosningu nú í byrjun mars.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is