Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2009 05:19

Guðbjartur vill leiða lista Samfylkingarinnar

Guðbjartur Hannesson alþingismaður tilkynnti á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Borgarnesi 21. febrúar sl. að hann gefi kost á sér áfram til að leiða lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.  Guðbjartur var kjörinn á Alþingi árið 2007 og hefur starfað sem formaður félags- og tryggingamálanefndar, í menntamálanefnd og fjárlaganefnd en nú síðast sem forseti Alþingis. 

Hann er fæddur 1950, er með kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands, tómstundakennarapróf frá Danmörku og meistarapróf frá Lundúnar háskóla í ”Fjármál og menntun”.  Guðbjartur starfaði sem skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár, sem kennari 5 ár, erindreki Bandalags ísl. skáta 2 ár, bæjarfulltrúi á Akranesi 12 ár, sat í bankaráði Landsbanka Íslands 5 ár og eitt ár í Heritable-Banka í London auk stjórnarsetu í fjölda nefnda- og ráða s.s. í útgerðar- og orkufyrirtækjum, svæðisráði fatlaðra, skipulagsnefnd, Stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og nú síðast sem alþingismaður. Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa og eiga þau tvær dætur.

„Ég vil nýta áfram reynslu mína af fyrri störfum og af mínum fyrstu árum á Alþingi í þágu almennings í kjördæminu og landinu öllu.  Baráttan snýst um nýtt og betra samfélag, almannahag, samábyrgð, jafnrétti og aukin áhrif almennings, aukið lýðræði og réttlæti.  Samfylkingin hefur frá stofnun staðið fyrir þessi grunngildi.

 

Styrkja þarf velferðarkerfið, tryggja öfluga menntun og gott heilbrigðiskerfi, þar sem aðgengi er óháð efnahag og búsetu. Endurreisa þarf fjármála- og atvinnulífið með nýjum reglum og bættu siðferði, tryggja auðlindir í þjóðareigu og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. 

 

Tryggja þarf fjölskyldum, einstaklingum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtryggingu og lækka vexti með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru.  Þetta verði þó aðeins gert ef ásættanlegir samningar nást um aðild og ekki hvað síst um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.  Aðild að Evrópusambandinu verði á valdi þjóðarinnar að undangenginni  þjóðaratkvæðagreiðslu. 

 

Ég vil leggja áherslu á jafnræði á milli ólíkra hópa í samfélaginu og á milli landsvæða.  Efla þarf atvinnulíf á landsbyggðinni.  Styrkja þarf sveitarfélög til að taka við nýju verkefnum s.s. málefnum fatlaðra, heilsugæslu og málefnum aldraðra.  Auka þarf enn frekar tækifæri til framhaldsmenntunar í héraði, styrkja háskólanám og efla sí- og endurmenntun á svæðinu,“ segir Guðbjartur í fréttatilkynningu um framboð sitt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is