Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2009 11:56

Sigríður býður sig fram í Reykjavík

Framboð Sigríðar Finsen, forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar og aðstoðarmanns Sturlu Böðvarssonar, til prófkjörs hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hefur vakið athygli. Sigríður gefur kost á sér í 5. sæti á framboðslista í Reykjavík. Aðspurð segist hún þrátt fyrir þetta framboð ekki vera á förum úr Grundarfirði. “Ég er ekki að flytja burtu og ekki að hætta í bæjarpólitíkinni í Grundarfirði. Það er ágætt að það komi skýrt fram. Ég er hinsvegar fæddur og uppalinn Vesturbæingur, vann þar í mörg ár og á talsvert bakland í Reykjavík. Mér fannst þessi hugmynd því heillandi og ákvað að blanda mér í prófkjörsbaráttuna,” sagði Sigríður í samtali við Skessuhorn. 

Þá er nærtækt að spyrja hvort ekki hefði legið nær henni að gefa kost á sér í NV kjördæmi? “Mér fannst það meira heillandi hugmynd að bjóða fram í Reykjavík þó ég viti að ég eigi breitt bakland t.d. hér á Snæfellsnesi. Ég hef í gegnum mitt flokksstarf kynnst mörgu fólki og myndað víða tengsl. Þegar skorað var á mig að gera þetta svona, ákvað ég að slá til,” sagði Sigríður Finsen.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is