Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2009 03:15

Ólafur Ingi gefur kost á sér fyrir Samfylkinguna

Ólafur Ingi Guðmundsson á Akranesi hefur ákveðið að gefa kost á mér í 5.- 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann er fæddur árið 1981. Útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 2001 og hóf nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sama ár og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði árið 2004. Síðan þá hefur Ólafur Ingi lagt stund á frekara nám og er útskrifaður grunn- og framhaldsskólakennari og með MA-próf í kennslufræði. Hann er nú að leggja lokahönd á meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. 

"Meðal landsmanna hafa verið háværar kröfur um endurnýjun í samfélaginu og breyttar áherslur á grunngildum okkar. Eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins þar sem nýfrjálshyggjan hefur lengstum verið áberandi er kominn tími á nýjar og ferskar hugmyndir um uppbyggingu og þróun samfélagsins. Sóknarfærin eru mörg og nú er tækifæri Samfylkingarinnar til þess að koma á framfæri og berjast fyrir grunngildum sínum, félagshyggju, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð.

 

Ég vil leggja mitt af mörkum til að rödd kjósenda Norðvesturkjördæmis heyrist skýrt og greinilega á Alþingi. Sjávarútvegurinn hefur orðið gífurlega hart úti í þessu kjördæmi og bregðast verður við bágum aðstæðum sjávarbyggða ef fólk á að geta búið í hinum dreifðu byggðum kjördæmisins við mannsæmandi aðstæður. Greinilega hefur komið fram hve mikilvægur landbúnaðurinn er fyrir íslensk samfélag við hrun efnahagslífsins og standa verður þétt við bakið á honum svo hann geti haldið áfram að dafna. Samgöngumál er annar málaflokkur sem þarf að taka föstum tökum, sérstaklega á Vestfjörðum og öðrum stöðum. Ekki er hægt að líða að úrbótum í samgöngumálum er ávallt frestað í Norðvesturkjördæmi, hvort sem það er í góðæri eða kreppu. Lágmarkskrafa fólksins í kjördæminu er að geta ekið um vegi án þess að vera hreinlega í stórhættu við hverja beygju.

 

Rödd landsbyggðarinnar má ekki gleymast á Alþingi og ég er reiðubúinn að gerast málsvari hennar sem og allra landsmanna ef ég fæ stuðning til þess í prófkjörinu," segir Ólafur Ingi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is