Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. febrúar. 2009 04:54

Segir lífsspursmál að keyra niður vextina í hvelli

Guðmundur Kristjánsson. Ljósm. skip.is
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sagði í viðtali við Ríkisúvarpið í morgun að það væri lífsspursmál að keyra niður vextina í landinu umsvifalaust. Þetta sé ekki aðeins nauðsyn fyrir atvinnulífið, heldur þjóðina alla.  Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af lækkandi fiskverði og aukinni birgðasöfnun framleiðenda hér heima. Guðmundur segir útgerðina ganga ágætlega, segir fyrirsjáanlegt að birgðasöfnun verði mikil á næstu mánuðum þannig að menn verði að vera skynsamir í framleiðslu því menn vilji ekki yfirfylla markaðinn. Guðmundur vonar að markaðurinn taki við sér á næstunni en gerir sér grein fyrir því að kreppan sé mikil í heiminum. Brýnast sé að keyra vexti niður í 3-4% hér á landi með handafli.

Guðmundur segir þó að vextirnir séu enn ekki orðnir alvarlegt vandamál fyrir útgerðina en eigi eftir að verða það. Þetta sé þegar orðið stórkostlegt vandamál í íslensku samfélagi að búa við þessa okurvexti. Það sé lífsspursmál að keyra vextina niður eins og skot. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is