Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2009 01:02

Nesbyggð bauð lægst í viðbyggingu við Jaðar

Nesbyggð ehf. átti lægsta tilboð í byggingu hjúkrunarheimilis við dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík en tilboð voru opnuð sl. þriðjudag hjá Framkvæmdasýslu ríkisins en stofnunin bauð verkið út fyrir hönd Snæfellsbæjar og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Alls bárust 26 tilboð í verkið og hljóðaði tilboð Nesbyggðar upp á tæpar 238 milljónir króna sem er 66,59% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta tilboðið kom frá Afltaki ehf upp á 255 milljónir króna, sem er 71,37% af kostnaðaráætlun og þriðja lægsta tilboðið átti Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf sem bauð tæpar 280 milljónir króna en það er 78,16% af kostnaðaráætlun. Aðeins tvö tilboðana voru yfir kostnaðaráætlun en hið hæsta kom kom frá Borgarverki ehf og hljóðaði upp á 405 milljónir en kostnaðaráætlun var 357 milljónir króna. Tilboðin eru nú til yfirferðar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins.

 

 

Hjúkrunarheimilið verður viðbygging við Jaðar og verður rúmir 1.100 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Tengist byggingin við eldri byggingunni með tengigangi á báðum hæðum. Lyfta verður milli hæða á tengiganginum. Á neðri hæð verða fimm einstaklingsrými ætluð heilabiluðum en á efri hæðinni verða sjö almenn hjúkrunarrými.

 

Í febrúar á síðasta ári veitti fjármálaráðuneytið heimild til áætlunargerðar vegna viðbyggingarinnar en þá var miðað við 815 fermetra hjúkrunarheimili, þar sem sveitarfélagið greiddi eins og venja er 15% og ríkissjóður 85% kostnaðar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið óskaði hins vegar eftir breytingu þar sem gert yrði ráð fyrir meira rými á hvernig einstakling en áður var gert. Þá jókst stærð byggingarinnar einnig vegna tengingar við eldra hús og úr varð stækkun um 289 fermetra, þannig að lokaniðurstaðan varð 1.104 fermetrar. Eftir viðræður félagsmálaráðuneytis og Snæfellsbæjar var samþykkt að sveitarfélagið greiddi alfarið 100 fermetra af stækkuninni en ríkissjóður og sveitarfélagið greiddu að öðru leyti í venjulegum hlutföllum.

 

Arkitektar nýja hússins eru VA arkitektar ehf, sem áttu vinningstillögu í hönnunarsamkeppni. Nýbyggingunni við Jaðar á að fullu að vera lokið í síðasta lagi þann 1. júlí 2010.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is