Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2009 03:31

Fimm aðildarfélög ASÍ á landsbyggðinni urðu undir

Vilhjálmur Birgisson, form. VLFA
Í gær náðist samkomulag á milli ASÍ og SA um frestun á endurskoðun og framlengingu kjarasamninga. Þetta þýðir að þeim launahækkunum sem hefðu átt að koma inn sunnudaginn 1. mars nk. hefur nú verið frestað. Í samkomulaginu felst að ákvörðun um framlengingu og endurskoðun skal vera lokið eigi síðar en 30. júní í sumar.  Þrátt fyrir frestun launahækkana náðist sá áfangi að hækka kauptryggingu lægstu launa. Frá og með 1. mars hækkar lágmarkstekjutrygging úr 145 þúsund krónum í 157.000 kr, eða um 12.000 krónur. Verður sú upphæð lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf (173,33 tíma á mánuði). Sú niðurstaða að fresta endurskoðun kjarasamninga féll í grýttan jarðveg hjá fimm verkalýðsfélögum á landsbyggðinni, þar á meðal Verkalýðsfélagi Akraness sem hefði viljað að félagsmenn fengju að greiða atkvæði um frestunina. 

Hækkun lágmarkstekjutryggingar var einn af þeim þáttum sem fimm aðildarfélög ASÍ á landsbyggðinni hafa bent á undanfarið. Meðal þessara félaga er Verkalýðsfélag Akraness. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins segir að það gangi alls ekki upp að lágmarkslaun séu lægri en atvinnuleysisbætur og því mikilvægt að sá áfangi skuli hafa náðst. “Að öðru leyti erum við fremur óhress hjá VLFA með afgreiðslu stjórnar ASÍ. Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness vildi ekki fresta endurskoðun og þeim launahækkunum sem áttu að koma til 1. mars nk. Því miður taldi meirihluti verkalýðshreyfingarinnar þá leið heppilegri og líklegri til árangurs, en því vorum við einfaldlega ósammála. Með öðrum orðum, það fór fram lýðræðisleg umræða um hvaða leið skyldi farin varðandi frestun launahækkana og fimm stéttarfélög á landsbyggðinni urðu undir í þeirri baráttu. Við því er ekkert að gera, enda virkar lýðræðið með þeim hætti að meirihlutinn ræður,” segir Vilhjálmur.

Hann segist mjög óhress með þá ákvörðun samninganefndar ASÍ að samkomulagið sem gert var við Samtök atvinnulífsins skuli ekki hafa farið í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal þeirra félagsmanna sem vinna eftir umræddum kjarasamningum.  “Þessi fimm félög á landsbyggðinni, að okkur meðtöldum, höfðu lagt fram tillögu á formannafundi ASÍ um að slíkt skyldi gert þegar samkomulagið lægi fyrir við SA. Því miður var samninganefnd ASÍ ekki við þessari ósk þeirra fimm landsbyggðafélaga. Almenningur í landinu kallar eftir að ástunduð séu lýðræðisleg vinnubrögð í samfélaginu. Þessi vinnubrögð að leggja frestun kjarasamninga ekki undir hinn almenna félagsmann í allsherjaratkvæðagreiðslu flokkast ekki sem lýðræðisleg vinnubrögð, svo mikið er víst," sagði Vilhjálmur.   

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is