Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2009 11:02

Þjónustustig Stykkishólmsflugvallar skert og Kaldármelavelli lokað

Samkvæmt þjónustusamningi milli Flugstoða ohf. og samgönguráðuneytisins fyrir árið 2009, sem kveður á um hvaða þjónusta skuli veitt á flugvöllum landsins og hvað fyrir hana er greitt, er gert ráð fyrir miklu aðhaldi og sparnaði í rekstri. Gert er ráð fyrir lækkun á þjónustustigi ýmissa þátta í flugvallakerfi landsins til að ná settu marki um lækkun kostnaðar.  Ástæðan er sú að framlag ríkisins til framkvæmda og rekstrar flugvalla landsins og flugleiðsöguþjónustu þeim tengdum hefur verið skorið mikið niður. Þess hefur þó verið gætt að skerðing á þjónustu verði í lágmarki og áhersla lögð á kjarnastarfsemina þ.e. áætlunarflug og sjúkra- og neyðarflug. Stefnan er að þessar sparnaðaráætlanir skili um 60 milljónum lægri kostnaði á yfirstandandi ári.

Rekstur flugvalla á Vesturlandi er fremur lítill þegar horft er til landsins í heild. Góðar samgöngur á landi og nálægð við höfuðborgarsvæðið ráða þar mestu. Í tilkynningu Flugstoða kemur þó fram að þessi rekstur skerðist enn frekar. Þannig hefur lendingarstað á Kaldármelaflugvelli verið lokað og dregið úr þjónustu á flugvellinum í Stykkishólmi. “Frá 1. september verður veitingu flugupplýsingaþjónustu hætt í Stykkishólmi. Þann 1. ágúst verður hætt rekstri á aðflugshallaljósum og radíóvita flugvallarins. Annar ljósabúnaður og tæki í flugturni verða áfram til notkunar. Áfram verður þó hægt að nota flugvöllinn og búnað hans í samráði við Flugstoðir,” segir í tilkynningu frá Flugstoðum ohf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is